Aðalfundur SVÞ verður haldinn þann 17. mars nk.  Hefðbundin aðalfundastörf verða afgreidd á lokuðum fundi fyrir hádegi en eftir hádegi verður haldin ráðstefna sem vert er að vekja athygli á.  Ráðstefnan fer fram á Hilton Reykjavik Nordica og verður öllum opin.

Aðalfyrirlesari ráðstefnunnar verður Ken Hughes, margverðlaunaður fyrirlesari um neytendahegðun (Europe’s leading Consumer and Shopper Behaviouralist).  Hann hefur hlotið fjölda viðurkenninga, valinn besti fyrirlesarinn á níu ráðstefnum um smásölu  og mikils virtur á sviði kauphegðunar, markaðssetningu og samþættri sölu (omni channel).  Þá hefur hann veitt fjölda fyrirtækja  ráðgjöf á þessu sviði og meðal viðskiptavina hans eru fyrirtæki á borð við IKEA, Coca Cola og Heineken

Fyrir áhugasama þá má kynna sér hann nánar hér: http://www.kenhughes.info/