Viðskiptablað Morgunblaðsins birtir í dag niðurstöðu frá Gallup könnun um viðhorf atvinnurekenda og launþegar til launabreytinga.  Þar kemur m.a. fram að meirihluti almennings telur lítið eða ekkert svigrúm vera til launahækkana hjá sínum vinnuveitanda.

Þá telur yfirgnæfandi meirihluti aðildarfyrirtækja Samtaka atvinnulífsins (SA), eða yfir 80 prósent, lítið eða ekkert svigrúm vera til launahækkana. Þetta kemur fram í könnun sem framkvæmd var af Gallup fyrir SA en niðurstöðurnar voru birtar á dögunum. Þá kemur fram að mikil samstaða sé milli almennings og atvinnulífs um hvað eigi að leggja áherslu á í komandi kjarasamningum. Yfirgnæfandi meirihluti aðildarfyrirtækja SA og almennings nefndi samninga sem stuðli að lækkun vaxta og verðbólgu og samninga sem varðveiti kaupmátt og tryggi störf.

Viðskiptablað Morgunblaðsins 25.október 2023
  • Facebook
  • Twitter
  • Gmail
  • LinkedIn

Sjá grein inná Viðskiptablaði Morgunblaðsins HÉR!