Ráðstefnustjórn SVÞ leitar að fyrirlesurum fyrir ráðstefnu SVÞ sem fram fer á Parliament Hotel Reykjavík þann 13. mars nk. Bæði er hægt að tilnefna sjálfa/n/t sig og aðra.
Með „fyrirlestri” og „fyrirlesari” er ekki einungis átt við hefðbundið form fyrirlestra heldur fögnum við ýmsum meira „interactive” formum. Á síðustu ráðstefnu var mikil ánægja með þær lotur sem áhorfendur gátu tekið virkan þátt, s.s. „Á trúnó”, þar sem tveir sérfræðingar í tilteknu efni ræddu saman og áhorfendur tóku þátt með spurningum eða umræðum.
Fyrirlesarar eru hvattir til að stíga enn lengra út fyrir boxið til að koma skilaboðum sínum á framfæri á sem áhugaverðastan hátt.
Á ráðstefnunni verða 3 línur sem hver og ein hafa meginþema: Samkeppnishæfni, tækni og fólk. Innan þessara þemu rúmast fjölbreytt efni og gefa efnisorð ráðstefnunnar til kynna ýmsa möguleika (sjá frekar hér).
Þú finnur allar frekari upplýsingar, og form til senda inn tilnefninguna hér.
Við hlökkum mikið til að vita hvaða spennandi, áhugaverðu og upplýsandi lotur við sjáum í mars nk.
Ef einhverjar spurningar vakna má hafa samband við Þórönnu K. Jónsdóttur í Ráðstefnustjórn – thoranna@thoranna.is.