Í fréttum RÚV 30. október sl. var rætt við Andrés Magnússon, framkvæmdastjóra SVÞ, um möguleg óbein áhrif tollastríðs milli Bandaríkjanna og Evrópusambandsins á íslenskan markaði.
„Tollastríð hafa í eðli sínu slævandi áhrif á öll viðskipti í heiminum, og þ.a.l. mun það, með einhverjum hætti hitta okkur fyrir, fyrr eða síðar,“ segir Andrés. Hann segir atvinnulífið hafa áhyggjur af málinu þar sem fáar þjóðir eru háðari alþjóðlegum viðskiptum en Íslendingar. „Svona tollastríð hafa neikvæð áhrif á viðskipt, neikvæð áhrif á efnahag ríkja og þar með efnahag almennings og ef við bara horfum á þetta út frá því hvað ferðaþjónusta er orðin afgerandi þáttur í þjóðarbúskap okkar þá getur þetta, ef þetta fer á versta veg, haft slævandi áhrif bara beinlínis á hana. Það er mjög alvarlegur hlutur.“
Fréttina má sjá á RÚV hér – smellið á 00:17:16 – Tollastríð Bandaríkjanna og ESB.