UMHVERFIS-, SJÁLFBÆRNI- OG LOFTSLAGSMÁL
Í umhverfisstefnu SVÞ kemur fram að meginmarkmið samtakanna á þessu sviði er að vera aðildarfyrirtækjum okkar og atvinnulífinu öllu góð fyrirmynd í umhverfismálum og sjálfbærni, og að leiðbeina, fræða og hvetja og styðja við aðildarfyrirtæki í málaflokknum, enda sé ekki síst skýr ávinningur af því fyrir aðildarfyrirtæki í formi betri afkomu, aukinnar starfsánægju starfsfólks og bættrar ímyndar.
Við hvetjum aðildarfyrirtæki og starfsmenn þeirra til að hafa umhverfismál að leiðarljósi í starfsemi sinni.
Á innra vefsvæði fyrir félagsmenn má finna ýmislegt gagnlegt efni til að koma fyrirtækinu þínu af stað á vegferð ykkar til sjálfbærni og ábyrgðar í umhverfismálum, kveikja hugmyndir og veita innblástur.
Við hvetjum félagsmenn til að deila með okkur efni og upplýsingum sem geta nýst öðrum fyrirtækjum til að bæta sig í þessum málum og veita þeim innblástur með því að segja frá því sem þið eruð að gera!
Kíktu á hlekkina í hliðarstikunni og kynntu þér efnið sem þú finnur hér fyrir neðan!
Ný skýrsla EuroCommerce: Mikilvægi kolefnishlutleysis í verslunar- og þjónustugreinum.
EuroCommerce og ráðgjafarfyrirtækið Oliver Wyman, gáfu í júní sl., út nýja skýrslu sem varpar ljósi á mikilvægi fyrirtækja í verslunar- og heildsölugreinum í að ná kolefnishlutleysi í Evrópu. Skýrslan, sem ber heitið "Net Zero Game Changer", leggur áherslu á áhrif...
„Rétturinn til viðgerðar“ samþykktur á vettvangi Evrópusambandsins
Ráð Evrópusambandsins hefur samþykkti nýja tilskipun sem á að stuðla að viðgerð bilaðra eða gallaðra vara, einnig þekkt sem rétturinn til viðgerðar, R2R-tilskipunin. Með henni er ætlunin að gera neytendum auðveldara um vik að óska viðgerða í stað þess að skipta út...
Sjálfbærnisdagur atvinnulífsins 2024.
Samtök atvinnulífsins og Deloitte á Íslandi héldu Sjálfbærnidag atvinnulífsins 19.mars sl. þar sem fyrirtæki á Íslandi gafst tækifæri til að sækja sér nýjustu þekkingu sem nýtist þeim í rekstri út frá sjálfbærni. Dagurinn var haldinn í þriðja sinn, núna í nýjum...
Samstarfssamningur SVÞ og VR/LÍV vekur athygli á norrænni ráðstefnu um græn umskipti.
Andrés Magnússon, framkvæmdastjóri SVÞ - Samtök verslunar og þjónustu, tók þátt á pallborðsumræðum um hæfniskröfur á norrænum vinnumarkaði í grænni framtíð. Umræðan, sem fór fram í Hörpu þann 1. desember, var hluti af fjölmennum þríhliða samtali sem Félags- og...
Hæfnisþættir í grænni umbyltingu á norðurlöndunum
Fimmtudaginn 23.nóvember s.l. tók María Jóna Magnúsdóttir, framkvæmdastjóri BGS þátt í sérstökum norrænu málþingi í beinni fyrir hönd SVÞ - Samtaka verslunar og þjónustu, undir heitinu: SKILLS NEEDED FOR THE GREEN TRANSITION FROM A NORDIC PERSPECTIVE AND EXISTING...
Umhverfisverðlaun atvinnulífsins & framtak ársins 2023
Umhverfisverðlaun atvinnulífsins voru tilkynnt við hátíðlega athöfn á Umhverfisdegi atvinnulífsins í dag. Forseti Íslands, Guðni Th. Jóhannesson, tilkynnti verðlaunin. Umhverfisfyrirtæki ársins er Landsvirkjun en framtak ársins á sviði umhverfismála á Carbon Recycling...