UMHVERFIS-, SJÁLFBÆRNI- OG LOFTSLAGSMÁL
Í umhverfisstefnu SVÞ kemur fram að meginmarkmið samtakanna á þessu sviði er að vera aðildarfyrirtækjum okkar og atvinnulífinu öllu góð fyrirmynd í umhverfismálum og sjálfbærni, og að leiðbeina, fræða og hvetja og styðja við aðildarfyrirtæki í málaflokknum, enda sé ekki síst skýr ávinningur af því fyrir aðildarfyrirtæki í formi betri afkomu, aukinnar starfsánægju starfsfólks og bættrar ímyndar.
Við hvetjum aðildarfyrirtæki og starfsmenn þeirra til að hafa umhverfismál að leiðarljósi í starfsemi sinni.
Á innra vefsvæði fyrir félagsmenn má finna ýmislegt gagnlegt efni til að koma fyrirtækinu þínu af stað á vegferð ykkar til sjálfbærni og ábyrgðar í umhverfismálum, kveikja hugmyndir og veita innblástur.
Við hvetjum félagsmenn til að deila með okkur efni og upplýsingum sem geta nýst öðrum fyrirtækjum til að bæta sig í þessum málum og veita þeim innblástur með því að segja frá því sem þið eruð að gera!
Kíktu á hlekkina í hliðarstikunni og kynntu þér efnið sem þú finnur hér fyrir neðan!
Sjálfbærnidagur atvinnulífsins: Eru viðskiptatækifæri í kolefnishlutleysi?
Samtök atvinnulífsins og EY á Íslandi taka höndum saman og setja á laggirnar árlegan Sjálfbærnidag atvinnulífsins þar sem fyrirtæki á Íslandi geta sótt sér nýjustu þekkingu sem nýtist þeim í rekstri út frá sjálfbærni og UFS viðmiðum.
Hlutverk byggingavöruverslunar í umhverfismálum
Andrés Magnússon, framkvæmdastjóri SVÞ ræðir við Sigurð B. Pálsson forstjóra BYKO og Berglindi Ósk Ólafsdóttur, verkefnastjóra umhverfismála BYKO um hlutverk byggingarvöruverslunar í umhverfismálum.
Viðtal: Orkuskipti í landflutningum
Benedikt S. Benediktsson, lögfræðingur Samtaka verslunar og þjónustu ræddi við Gísla Arnarson, framkvæmdastjóra innanlandssviðs Samskipa um orkuskipti í landflutningum í snörpum 15 mínútna þætti.
SVÞ fyrirtækið Aha.is fær Umhverfisframtak ársins
Fyrirtækið sem hlýtur verðlaunin umhverfisframtak ársins er SVÞ aðildarfyrirtækið Aha.is – netverslun með heimsendingarþjónustu. SVÞ óskar okkar fólki innilega til hamingju!
Skráning hafin á Umhverfisdag atvinnulífsins 2021
Umhverfisdagur atvinnulífsins 2021 verður haldinn miðvikudaginn 6. október í Hörpu Norðurljósum kl. 09:00-10:30. Sjá frekari upplýsingar og skráningu hér.
Tilnefningar til Umhverfisverðlauna atvinnulífsins
Samtök atvinnulífsins og aðildarfélög óska eftir tilnefningum til Umhverfisverðlauna atvinnulífsins fyrir 8. september. Verðlaunin eru veitt af forseta Íslands, Guðna Th. Jóhannessyni, á Umhverfisdegi atvinnulífsins 6. október í Hörpu.