UMHVERFIS-, SJÁLFBÆRNI- OG LOFTSLAGSMÁL
Í umhverfisstefnu SVÞ kemur fram að meginmarkmið samtakanna á þessu sviði er að vera aðildarfyrirtækjum okkar og atvinnulífinu öllu góð fyrirmynd í umhverfismálum og sjálfbærni, og að leiðbeina, fræða og hvetja og styðja við aðildarfyrirtæki í málaflokknum, enda sé ekki síst skýr ávinningur af því fyrir aðildarfyrirtæki í formi betri afkomu, aukinnar starfsánægju starfsfólks og bættrar ímyndar.
Við hvetjum aðildarfyrirtæki og starfsmenn þeirra til að hafa umhverfismál að leiðarljósi í starfsemi sinni.
Á innra vefsvæði fyrir félagsmenn má finna ýmislegt gagnlegt efni til að koma fyrirtækinu þínu af stað á vegferð ykkar til sjálfbærni og ábyrgðar í umhverfismálum, kveikja hugmyndir og veita innblástur.
Við hvetjum félagsmenn til að deila með okkur efni og upplýsingum sem geta nýst öðrum fyrirtækjum til að bæta sig í þessum málum og veita þeim innblástur með því að segja frá því sem þið eruð að gera!
Kíktu á hlekkina í hliðarstikunni og kynntu þér efnið sem þú finnur hér fyrir neðan!
Hvað með trukkana?
Trukkur, samkvæmt orðabók, er stór og kraftmikill vörubíll. Trukkar eru okkur mikilvægir þó flest okkar leiði hugann sjaldnast að þeim. Trukkar eru ekki bara öskubílar, olíubílar og mjólkurbílar heldur flutningabílar sem færa vörur milli staða. Trukkar færa t.d....
Viðburður: Plastið í atvinnulífinu – lærum hvert af öðru og öxlum ábyrgð
Næstkomandi miðvikudag verður haldinn viðburður undir yfirskriftinni Plastið í atvinnulífinu – lærum hvert af öðru og öxlum ábyrgð.
Með þessum viðburði er ætlunin að vekja athygli atvinnulífs á þeim sóknarfærum sem felast í að auka virði vöru og þjónustu með því að nýta plast með ábyrgum hætti í starfsemi sinni og draga úr plastnotkun þar sem það er mögulegt.
Fræðslupakki og verkfærakista fyrir umhverfis- og loftslagsstefnu
Festa hefur gefið út fræðslupakka og verkfærakistu sem fyrirtæki geta nýtt sér að kostnaðarlausu til að hefja innleiðingu og mælingar á umhverfis- og loftslagsstefnu.
Mikil þátttaka og fjölmargar spurningar um ný lagaákvæði um einnota plastvörur
Mikil þátttaka var og fjölmargar spurningar kviknuðu í kjölfar fyrirlesturs Dr. Gró Einarsdóttur frá Umhverfisstofnun um ný lagaákvæði um einnota plastvörur sem gildi taka í sumar.
Hvað er bannað og hvað má? Ný lagaákvæði um einnota plastvörur
3. júli 2021 tekur í gildi bann við að setja hinar ýmsu einnota plastvörur á markað ásamt nýjum ákvæðum um endurgjaldsskyldu, merkingarskyldu og samsetningarskyldu. Í veffyrirlestri þann 14. apríl fer sérfræðingur Umhverfisstofnunnar m.a. yfir hvað plast er, hvað einnota er, hvað er bannað að setja á markað, hvað er bannað að afhenda án endurgjalds og hvernig beri að merkja einnota plastvörur.
Veffyrirlestur: Hvað er bannað og hvað má? Bann við afhendingu á burðarpokum úr plasti
Í upphafi árs tók í gildi bann við afhendingu á burðarpokum úr plastið. Í veffyrirlestri þann 21. apríl fer sérfræðingur Umhverfisstofnunnar m.a. yfir hvað felst í banninu, hvað sé leyfilegt og hvað ekki, og hvaða lausna er hægt að leita.