Morgunblaðið fjallar í dag um umsagnir SVÞ við frumvarp Hildar Sverrisdóttur og fjögurra meðflutningsmanna á Alþingi um leyfi á netverslun með áfengi. En afar skiptar skoðanir eru á hvort leyfa á slíka verslun. Lagt er til í frumvarpinu að heimilað verði að starfrækja vefverslun með áfengi í smásölu til neytenda.
Þar segir: „Samtök verslunar og þjónustu (SVÞ) segja að með samþykkt frumvarpsins yrði tekið eðlilegt skref, og auknar líkur á að innlend verslun fái að þróast í samhengi við erlenda þróun. Enginn vafi ríki á um heimildir erlendra vefverslana til að selja íslenskum neytendum áfengi og engar takmarkanir séu heldur á heimildum neytenda til þátttöku í slíkum viðskiptum. Slík netverslun virðist hafa dafnað á tímum heimsfaraldursins en einkaleyfi ÁTVR feli í sér skorður á atvinnufrelsi og það sé „undir háþrýstingi um þessar mundir“.