Verðbólga á matvöru heldur áfram að hækka

RSV birtir nýjustu tölur frá maí 2025 – fylgstu með þróun á Veltan.is.

Rannsóknarsetur verslunarinnar (RSV) hefur birt verðbólgutölur fyrir maímánuð á vefnum veltan.is. Þar kemur fram að hækkun á matvælum heldur áfram að tengjast við þróun á alþjóðlegu hrávöruverði og aukinn innflutning.

Mesta verðhækkun mældist á súkkulaði (22,7%), sem skýrist af hækkun á heimsmarkaðsverði kakós. Næst mest var hækkun á kartöflum (19,8%), káli (15,6%) og nautakjöti (14,5%). Athygli vekur að innflutningur á nautakjöti jókst um rúm 60% á fyrstu fjórum mánuðum ársins, en verðmæti innflutnings jókst um tæp 90%.

RSV birtir reglulega verðþróun eftir vöruflokkum sem og þróun hrávöruverðs, sem styður við að greina kostnaðarþróun og meta áhrif á rekstur og verðlag.

Nánari upplýsingar og tölur má nálgast á veltan.is.