SVÞ og Fransk-íslenska viðskiptaráðið héldu í síðustu viku hádegisfyrirlestur með innanhússstílistanum Caroline Chéron hjá Bonjour. Fyrirlesturinn var vel sóttur og í honum fjallaði Caroline um ýmislegt varðandi hönnun vinnurýmist til að hafa áhrif á vellíðan starfsfólks og viðskiptavina. Hún fór m.a. yfir uppröðun í rýmum, liti, form og fleira gagnlegt og áhugavert.

Caroline vinnur bæði fyrir heimili og fyrirtæki og hefur unnið með fjölda fyrirtækja að því að bæta vinnurými til að auka vellíðan starfsmanna og viðskiptavina.

Þú getur séð myndir frá fyrirlestrinum hér á Facebook síðu Fransk-íslenska viðskiptaráðsins og upptöku frá fyrirlestrinum hér fyrir neðan.