UMHVERFIS-, SJÁLFBÆRNI- OG LOFTSLAGSMÁL

Í umhverfisstefnu SVÞ kemur fram að meginmarkmið samtakanna á þessu sviði er að vera aðildarfyrirtækjum okkar og atvinnulífinu öllu góð fyrirmynd í umhverfismálum og sjálfbærni, og að leiðbeina, fræða og hvetja og styðja við aðildarfyrirtæki í málaflokknum, enda sé ekki síst skýr ávinningur af því fyrir aðildarfyrirtæki í formi betri afkomu, aukinnar starfsánægju starfsfólks og bættrar ímyndar.

Við hvetjum aðildarfyrirtæki og starfsmenn þeirra til að hafa umhverfismál að leiðarljósi í starfsemi sinni.

Á innra vefsvæði fyrir félagsmenn má finna ýmislegt gagnlegt efni til að koma fyrirtækinu þínu af stað á vegferð ykkar til sjálfbærni og ábyrgðar í umhverfismálum, kveikja hugmyndir og veita innblástur.

Við hvetjum félagsmenn til að deila með okkur efni og upplýsingum  sem geta nýst öðrum fyrirtækjum til að bæta sig í þessum málum og veita þeim innblástur með því að segja frá því sem þið eruð að gera!

Kíktu á hlekkina í hliðarstikunni og kynntu þér efnið sem þú finnur hér fyrir neðan!

Ný Evrópureglugerð um umbúðir mun hafa víðtæk áhrif

Ný Evrópureglugerð um umbúðir mun hafa víðtæk áhrif

 „Kostnaðaráhrifin verða töluverð,“ segir Benedikt S. Benediktsson, framkvæmdastjóri SVÞ í viðtali við Viðskiptablaðið 11.11.25.  Reglugerðin PPWR mun kalla á verulegar breytingar í virðiskeðju vara.  Ný reglugerð Evrópusambandsins um umbúðir og umbúðaúrgang (PPWR –...

Lesa meira
SVÞ: Atvinnulífið hluti af lausninni í loftslagsmálum

SVÞ: Atvinnulífið hluti af lausninni í loftslagsmálum

SVÞ - Samtök verslunar og þjónustu, eiga hlut í sameiginlegri umsögn Samtaka atvinnulífsins og aðildarsamtaka um frumvarp til nýrra heildarlaga um loftslagsmál.  Í umsögninni er fagnað því að stjórnvöld vinni að heildstæðri loftslagsstefnu. Lagt er þó áherslu á að...

Lesa meira