Andrés Magnússon, framkvæmdastjóri SVÞ, var í Morgunútvarpi Rásar 2 mánudaginn 23. nóvember og ræddi jólaverslunina.

Andrés segir aðkallandi að fjöldatakmarkanir í verslun séu rýmkaðar. Nú sé að fara í hönd stærsta helgin í jólaverslun, allavega á netinu, með svörtum föstudegi og rafrænum mánudegi. Þessi vika mun skipta miklu máli í því hvernig greininni vegnar í jólavertíðinni.

Þrátt fyrir að netverslun hafi aukist mikið segir Andrés hana ekki ná að brúa það bil sem verður ef takmarkanir haldast eins og þær eru. Hann segir stefna í óefni og biðraðir út um allar trissur og biðraðirnar skapi líka verulega smithættu. Engin smit hafi komið upp íverslun hingað til svo samtökin viti til. Rætt var einnig að stórar verslanir með heilmiklu plássi megi einungis hafa 10 manns, nema að skipt sé  upp í hólf með ærnum tilkostnaði og ekki sé víst einu sinni að það skapi smithættu. Ósamræmið á milli þess og t.d. að lyfjaverslana í litlu húsnæði megi hafa 50 manns inni veldur verslunarfólki óánægju.

Verslunin er ein þeirra greina sem hafa komið nokkuð vel út úr þessu ástandi og mikilvægt sé að skaða hana ekki, enda skapar hún miklar tekjur í ríkissjóð m.a. í gegnum virðisaukaskatt.

>> SMELLTU HÉR TIL AÐ HLUSTA