Fyrstu nemendur brautskráðust úr fagnámi verslunar og þjónustu í Verzlunarskóla Íslands nú fyrir jólin. Í umfjöllun í Morgunblaðinu og á Mbl.is lýstu nemarnir mikilli ánægju með námið.

Námið er 90 einingar og fer fram í lotum. Það hófst í janúar í fyrra fyrir tilstilli SVÞ og VR sem leituðu til Versló og í kjölfarið var myndaður þróunarhópur. Um 20 nemendur eru nú í náminu.

Sjá umfjöllun hér á Mbl.is

Sjá umfjöllun hér á baksíðu Morgunblaðsins (aðgengilegt fyrir áskrifendur)