Andrés Magnússon, framkvæmdastjóri SVÞ, var í Reykjavík síðdegis 14. apríl sl. þar sem hann ræddi um rétt fyrirtækja til að neita að taka við reiðufé.

Skv. túlkun Seðlabankans á viðeigandi lögum er fyrirtækjum í sjálfsvald sett hvort þau taka við seðlum og klinki sem greiðslu. Æ fleiri fyrirtæki hafa tekið ákvörðun um að taka ekki við reiðufé og hefur COVID faraldurinn ekki síst ýtt undir þá þróun. Einnig er þessi þróun liður í því að uppræta ólöglega starfsemi og draga úr skattsvikum. Mikið hagræði er í því að taka við greiðslum með rafrænum hætti frekar en reiðufé með tilheyrandi umstangi.

SVÞ er um þessar mundir að afla sér betri upplýsinga um hvernig verið er að gera þessa hluti í öðrum löndum, og þá ekki síst í Svíþjóð, en Svíar hafa sett sér það markmið að gera landið seðla- og myntlaust innan örfárra ára.

Hlusta má á viðtalið hér fyrir neðan: