Rannsóknarsetur verslunarinnar birtir í dag áhugaverða greiningu á kortanotkun á Íslandi í október s.l.

Þar segir m.a.; Heildar greiðslukortavelta í október sl. nam rúmum 94 milljörðum kr.  Veltan stóð nánast í stað á milli mánaða en jókst um 35% samanborið við október 2020. Sprenging er á milli ára í innlendri kortaveltu tengdri tónleikum, leikhúsi, kvikmyndasýningum og viðburðum.

Um kortaveltu Íslendinga hérlendis

Heildar kortavelta Íslendinga hérlendis nam 79,6 milljörðum kr. í október sl., 16,9% hærri en í október í fyrra og 20,1% hærri en í október 2019. Veltan jókst um 6% á milli mánaða. Velta skiptist nokkuð jafnt á milli verslunar og þjónustu, 54% kortaveltu Íslendinga hérlendis fóru í verslun og 46% í þjónustu.

Sprenging er á milli ára í innlendri kortaveltu tengdri tónleikum, leikhúsi, kvikmyndasýningum og viðburðum. Velta í flokknum nam 1.089 milljónum kr. í október sl. samanborið við 61 milljón kr. á sama tíma í fyrra, þegar samkomutakmarkanir vegna kórónaveirufaraldursins voru í hávegum hafðar. Skv. frétt mbl.is frá 5. október sl. er framboð jólatónleika í ár svipað og í venjulegu árferði. Miðasala á jólatónleika hefur venjulega hafist í byrjun september en fór seinna af stað í ár þegar miðasala á vinsælustu jólatónleikana hófst í byrjun október. Þegar kortavelta er skoðuð m.t.t. miðasölu á tónleika og aðra viðburði má sjá skýrt jólatónleika trend með tilheyrandi toppum í kring um september ár hvert. Miðað við innlenda kortaveltu bendir allt til að miðasala á jólatónleika hafi aftur náð sér á strik eftir mikinn skell árið á undan, en eins og næsta mynd sýnir var velta í flokknum nánast enginn þegar samkomutakmarkanir stóðu sem hæst í apríl og nóvember 2020 en er nú að nálgast toppinn frá september 2018.

Velta í flokknum Ferðaskrifstofur og skipulagðar ferðir hefur dregist saman um rúm 17%…

hinsvegar er velta í flokknum rúmlega tífalt hærri en hún var á sama tíma í fyrra!

Ferðahugur landans er því greinilega mikill. Velta með tollfrjálsa verslun jókst um 48,5% á milli mánaða og nam rúmum 523 milljónum kr. í október sl. Sem er næstum sjöföld aukning frá fyrra ári þegar ferðalög voru í lágmarki sökum faraldursins.

NÁNARI UPPLÝSINGAR ER HÆGT AÐ NÁLGAST HÉR