Innherji á VÍSI.is fjallar í dag um nýjustu tölur frá Rannsóknasetri verslunarinnar. 

Í fréttinni kemur m.a. fram að heildarkortavelta Íslendinga innanlands nam rúmum 66 milljörðum króna í janúar á þessu ári og jókst um 3,4 prósent frá sama tímabili árið áður miðað við breytilegt verðlag. Er þetta minnsti vöxturinn á milli ára frá því í október 2020.  Þá bendir Innherji einnig á að áfram er mikil aukning í kortaveltu í verslun á netinu sem jókst um 22 prósent í janúar og var samtals 11,3 milljarðar króna. Ef horft er aftur til janúar 2020 þá nemur aukningin tæplega 200 prósentum.

LESA ALLA FRÉTT HÉR