Morgunblaðið birtir í dag, 19.september 2023, viðtal við Maríu Jónu Magnússdóttur, framkvæmdastjóra BGS (Bílgreinasambandsins) þar sem m.a. kemur fram að neytendur flykkjast nú í bílaumboðin til að tryggja sér rafbíl áður en þeir hækka um áramótin þegar virðisaukaskattur verður lagður á þá og hver bíll hækkar um 1.320.000 kr.
Í viðtalinu gagnrýnir María stjórnvöld fyrir að hafa ekki enn sýnt á spilin um mögulegar ívilnunaraðgerðir til mótvægis við álagningu skattsins.
„Við vitum ekki hvaða leið stjórnvöld ætla að fara,“ segir María Jóna Magnúsdóttir. Á meðan er ekki hægt að verðleggja rafbíla sem selja á í upphafi 2024 og eru jafnvel á leiðinni til landsins.
Smellið hér fyrir viðtalið inná Mbl.