ICS2 kerfið tekur til sjóflutninga 3. júní 2024
Evrópusambandið (ESB) hefur innleitt ICS2 (Import Control System 2) til að auka öryggi og bæta áhættugreiningu á vörusendingum. Nýja kerfið mun hafa áhrif á útflutning íslenskra fyrirtækja til ESB. Fyrirtæki þurfa að veita nákvæmari upplýsingar um vörusendingar áður en þær eru fluttar út.
Hvað er ICS2?
ICS2 er kerfi ESB sem geymir upplýsingar um vörusendingar áður en þær fara inn fyrir landamæri ESB. Fyrirtæki sem flytja vörur til eða í gegnum ESB, Noreg, Norður-Írland og Sviss sjóleiðina þurfa að uppfylla kröfur ICS2 til að forðast tafir í vöruflutningum.
Breytingar og afleiðingar
Nú þarf að skila ítarlegri upplýsingum um útfluttar vörur rafrænt með aðflutningsyfirlitsskýrslu (ENS). Ef upplýsingum er ekki skilað á réttum tíma stöðvast vörusendingin, tollafgreiðsla verður ekki framkvæmd og mögulega verða viðurlög.
Íslensk stjórnvöld hafa ekki tekið upp nýjar reglur en útflytjendur eru hvattir til að kynna sér kröfur erlendra tollyfirvalda.
Sjá nánari upplýsingar frá vef Skatturinn.is HÉR!