FRÆÐSLA

Fræðsla og hæfniþróun – lykill að árangri

SVÞ leggur áherslu á að efla menntun og hæfniþróun í verslunar- og þjónustugreinum. Samtökin vinna að mótun grunn- og framhaldsmenntunar með tilliti til þarfa atvinnulífsins og styðja við starfs- og endurmenntun starfsfólks.

Samstarf og stefnumótun SVÞ vinna með yfirvöldum, launþegasamtökum og atvinnurekendasamtökum að mótun menntastefnu og eiga fulltrúa í stjórn SVS – Starfsmenntasjóðs verslunar og skrifstofufólks.

Stafræn viðskiptalína og Fagnám verslunar SVÞ komu að stofnun Stafrænnar viðskiptalínu með Verzlunarskóla Íslands og vinna að þróun Fagnáms verslunar með SVS og Fræðslumiðstöð atvinnulífsins.

Ræktum vitið – hæfni starfsfólks í brennidepli Samstarfsverkefni SVÞ, VR og LÍV Ræktum vitið, setur athyglina á hæfni starfsfólks í greininni. Verkefnið leggur áherslu á sí- og endurmenntun og íslenskunám fyrir erlenda starfsmenn. Vefsíðan raektumvitid.is var opnuð í febrúar 2025.

Nýtt nám í stjórnun verslunar og þjónustu Háskólinn á Bifröst býður upp á nýtt BS-nám í stjórnun verslunar og þjónustu til að mæta þörfum atvinnulífsins. Nánari upplýsingar: bifrost.is.

Fræðsluviðburðir og námskeið SVÞ skipuleggja reglulega fræðsluviðburði og námskeið til að styrkja starfsemi fyrirtækja og auka samkeppnishæfni.

Með markvissri fræðslu og samstarfi tryggjum við framþróun verslunar og þjónustu á Íslandi!

Stjórnun í verslun og þjónustu
ChatGPT Fyrirmæla Handbók Ræktum Vitið Menntastefna

FRÆÐSLUVIÐBURÐIR Á NÆSTUNNI

Enginn viðburður fannst!

Við fylgjum þér frá getnaði til grafar

Við fylgjum þér frá getnaði til grafar

Ég veit ekki hvort þú veist það en það eru allar líkur á að í dag, í gær eða a.m.k. í vikunni eigir þú viðskipti við fyrirtæki sem er í SVÞ – Samtökum verslunar og þjónustu. Fyrirtækin stuðla að frjósemi, reka leikskóla, selja matvörur, föt og byggingarvörur, miðla...

Lesa meira
Alþjóðleg netverslun – hvað er að gerast?

Alþjóðleg netverslun – hvað er að gerast?

Erlendar netverslanir á borð við Shein og Temu eru fyrirferðarmiklar á neytendamarkaði og íslensk verslunarfyrirtæki hafa af þeim sökum staðið frammi fyrir áskorunum. Fjölmörg dæmi eru um að netverslanir sem selja vörur beint frá ríkjum utan EES-svæðisins gæti þess...

Lesa meira
Við ræktum vitið – Næsta stöðukönnun er komin af stað!

Við ræktum vitið – Næsta stöðukönnun er komin af stað!

Samstarfsverkefni SVÞ, VR og LÍV er á góðri siglingu eftir formlega opnun á verkefninu Ræktum vitið. Markmiðin eru skýr: að gera sí- og endurmenntun að eðlilegum og sjálfsögðum hluta af starfsumhverfi í verslunar- og þjónustugreinum. Til að halda áfram á þessari braut...

Lesa meira