Ný reglugerð Evrópusambandsins um umbúðir og umbúðaúrgang (PPWR) tók gildi í desember 2024. Markmið hennar er að draga úr magni umbúða, auka endurvinnslu og efla hringrásarhagkerfið.
Í grein Guðrúnar Aðalsteinsdóttur, framkvæmdastjóra Krónunnar, í Viðskiptablaðinu fyrr í vikunnni, kemur fram að reglugerðin muni leiða til aukinna krafna á framleiðendur og seljendur vöru í Evrópu — og að nauðsynlegt sé að greina sérstaklega hvernig innleiðing slíkra reglna hefur áhrif á verð, vöruúrval og atvinnulíf á Íslandi.
Sjálfbærni verður að byggja á raunhæfum lausnum sem stuðla að bæði umhverfisvernd og rekstrarhæfni fyrirtækja í landinu.
📖 Lesa má grein Guðrúnar í heild sinni á vb.is.
Fimmtudaginn 20. nóvember 2025 kl. 09:00 munu sérfræðingar Deloitte i samstarfi við SVÞ og SI halda fræðslufund á netinu um reglugerð PPWR.
Smelltu hér til að skrá þig til leiks.