„Kostnaðaráhrifin verða töluverð,“ segir Benedikt S. Benediktsson, framkvæmdastjóri SVÞ í viðtali við Viðskiptablaðið 11.11.25. Reglugerðin PPWR mun kalla á verulegar breytingar í virðiskeðju vara.
Ný reglugerð Evrópusambandsins um umbúðir og umbúðaúrgang (PPWR – Packaging and Packaging Waste Regulation) mun hafa víðtæk áhrif á íslenskan markað þegar hún verður innleidd hér á landi. Reglugerðin, sem öðlaðist gildi í ESB í febrúar 2025, hefur það markmið að draga úr magni umbúða og umbúðaúrgangs, auka endurvinnslu og styðja við hringrásarhagkerfið.
Benedikt S. Benediktsson, framkvæmdastjóri Samtaka verslunar og þjónustu, segir að regluverkið muni hafa áhrif á nær öll fyrirtæki í virðiskeðju vara.
„Áhrifin geta orðið margþætt, allt frá einskiptiskostnaði vegna breytinga á framleiðslu eða sölusvæði og uppbyggingu svæða til móttöku á endurnýjanlegum umbúðum til langtímakostnaðar vegna nýrra gerða umbúða,“ segir Benedikt.
Hann bendir á að reglugerðin muni krefjast mikils undirbúnings og að „heilt yfir má gera ráð fyrir að kostnaðaráhrif vegna PPWR verði töluverð.“
Guðrún Aðalsteinsdóttir, framkvæmdastjóri Krónunnar, tekur í sama streng og vakti athygli í grein sinni í Viðskiptablaðinu fyrir stuttu að „í grunninn sé um jákvæða þróun að ræða“ en útfærslan verði að taka mið af íslenskum aðstæðum.
„Við erum lítið land í dreifðri byggð, háð innflutningi og með takmarkaða möguleika vegna smæðar markaðarins til að hafa áhrif á hönnun og framleiðslu umbúða erlendis,“ segir Guðrún. Hún leggur áherslu á „samræmda og raunhæfa innleiðingu“ og telur mikilvægt að stjórnvöld nálgist verkefnið í nánu samstarfi við atvinnulífið.
Samtök verslunar og þjónustu hafa ásamt systursamtökum á Norðurlöndum þegar lagt fram tillögur um aðlögun að regluverkinu og vinna að því að tryggja að innleiðingin verði í takt við séríslenskar aðstæður.
Lestu allt viðtalið og umfjöllunina inn á Viðskiptablaðinu HÉR!
___________________
ATH!
SVÞ, SI & Deloitte halda sérstakan kynningafund fyrir félagsfólk um innleiðingu PPWR þann 20. nóvember nk –
SMELLTU HÉR til að skrá þig.