Grein birt á Kjarnanum 1.9.2016 – Höfundur: Lárus M.K. Ólafsson, lögmaður SVÞ
Umræða um upp­runa­merk­ingu mat­væla hefur verið áber­andi að und­an­förnu m.a. í ljósi opin­berrar umfjöll­unar um búvöru­samn­inga. Í þeirri umræðu hefur verið rætt um að gera rík­ari kröfur um upp­runa­merk­ingu mat­væla og sú krafa m.a. gerð að sam­þykkt búvöru­samn­inga og tolla­samn­ings við ESB um inn- og útflutn­ing á mat­vælum grund­vall­ist á inn­leið­ingu á reglu­verki samn­ings­ins um Evr­ópska efna­hags­svæð­is­ins um upp­runa­merk­ingu mat­væla. Þannig hafa einnig for­menn Svína­rækt­ar­fé­lags Íslands og Félags kjúklinga­bænda nýlega ritað grein sem beint er að ákveðnum hags­muna­sam­tökum og fram­kvæmda­stjóra þeirra vegna afstöðu þeirra hags­muna­sam­taka gagn­vart kröfu um upp­runa­merk­ing­ar.

Af þess­ari umræðu, hvort sem hún á sér stað í þing­heim eða fjöl­miðl­um, má ráða að það sé ein­beittur vilji inn­flytj­enda og versl­ana að leyna upp­runa mat­væla fyrir neyt­end­um. Hér eru óneit­an­lega á ferð­inni dig­ur­barka­legar yfir­lýs­ingar um mein­tan vilja hags­muna­að­ila um að brjóta gegn trausti við­skipta­vina sinna. En er það virki­lega svo að neyt­endur eigi ekki rétt á upp­lýs­ingum um upp­runa mat­væla?

Í starf­semi sem grund­vall­ast á sam­keppn­is­legum for­sendum gera versl­un­ar­eig­endur sér fylli­lega grein fyrir því að virk sam­keppni leiðir til þess að upp­lýstur neyt­andi hefur val um við hvern hann versl­ar. Sé þjón­usta eða upp­lýs­inga­gjöf ekki að skapi neyt­enda þá velur hann að beina við­skiptum til sam­keppn­is­að­ila. Þannig virkar sam­keppni í sinni ein­föld­ustu mynd en vissu­lega á sam­keppni ekki við í öllum atvinnu­greinum enda eru til­teknar greinar und­an­skildar þeim lög­mál­um, s.s. til­tekin inn­lend mat­væla­fram­leiðsla.

Versl­unin hefur gert sér grein fyrir mik­il­vægi þess að veita neyt­endum upp­lýs­ingar um upp­runa mat­væla. Óhætt er að full­yrða að yfir­gnæf­andi meiri­hluti Íslend­inga vill bæta upp­runa­merk­ingar mat­væla og skiptir upp­runi mat­væla því miklu máli við ákvörðun um kaup. Í ljósi þessa tóku SVÞ höndum saman við Sam­tök atvinnu­lífs­ins, Sam­tök iðn­að­ar­ins, Sam­tök ferða­þjón­ust­unn­ar, Bænda­sam­tök Íslands og Neyt­enda­sam­tök­in, ásamt dyggri ráð­gjöf frá Mat­væla­stofn­un, og gáfu út í febr­úar 2015 ítar­legar leið­bein­ingar til aðild­ar­fyr­ir­tækja sinna um upp­runa­merk­ingar mat­væla. Þar eru á mjög svo upp­lýsandi hátt, bæði í rit- og mynd­máli,  settar fram ábend­ingar til fram­leið­enda, inn­flytj­enda og veit­inga­staða um upp­runa­merk­ingar á þeim vörum sem eru í boði. Eins og fram kemur í inn­gangi þeirra leið­bein­inga þurfa neyt­endur að fá vit­neskju á umbúðum mat­væla, eða með merk­ingum á sölu­stað og við fjar­sölu, um upp­runa­land þeirrar vöru sem þeir kaupa.

Í umræddum leið­bein­ingum er ekki ein­göngu tekið til­lit til þeirra reglna sem gilda hér á landi um upp­runa­merk­ingar heldur er þar gengið enn lengra og settar fram til­lögur um merk­ingar á þeim sviðum þar sem reglur um upp­runa­merk­ingar hafa enn ekki tekið gildi. Því má með sanni segja að íslensk verslun hefur axlað ábyrgð á skyldu um upp­runa­merk­ingar og í þeirri veg­ferð tekið á sig skyldur umfram laga­skyld­u.

Hags­munir neyt­enda verða ávallt að vera í for­gangi þannig að þeir geti tekið upp­lýstar ákvarð­anir um vöru­kaup og er upp­runa­merk­ing þar lyk­il­at­riði. SVÞ benda á að verslun hef­ur, og mun ávallt, axlað sína ábyrgð varð­andi upp­lýs­ingar til neyt­enda og því er bæði rétt­látt og sann­gjörn krafa að inn­lendir mat­væla­fram­leið­end­ur, þ.m.t. svína- og kjúklinga­fram­leið­end­ur, opni dyrnar hjá sér varð­andi aðbúnað og fram­leiðslu­ferli í sinni starf­semi til að upp­lýsa neyt­endur um sína starf­semi.

Höf­undur er lög­maður hjá Sam­tökum versl­unar og þjón­ustu.

Slóð inn á Kjarnann