SVÞ stóð að morgunverðarráðstefnu þann 19. febrúar um ávinninginn af sjálfbærni og loftslagsmálum fyrir fyrirtæki í verslun og þjónustu.
Dr. Hafþór Ægir frá CIRCULAR Solutions flutti aðalerindi ráðstefnunnar þar sem fjallað var um helstu tækifæri og áskoranir fyrirtækja nú þegar aukin áhersla er á sjálfbærni frá öllum hagaðilum og víðsvegar í virðiskeðjum þeirra. Hann fór yfir sjálfbærnimengið út frá áhrifum á hina þrískiptu rekstrarafkomu (fólk, jörðina, og hagnað) og einnig út frá langtímaáhættustýringarsjónarmiðum.
Gréta María framkvæmdastjóri Krónunnar fjallaði um vegferð Krónunnar í umhverfismálum og hvaða áhrif það hefur haft. Gréta fjallaði jafnframt um hvaða tilgang fyrirtæki eins og Krónan gegna í þessum efnum. Í því samhengi var fjallað umhverfisvænni umbúðir og umhverfisvænni plast fyrir verslanir. Þá nefndi Gréta meðal annars að mikilvægt væri að meira samtal ætti sér stað milli framleiðenda og söluaðila til stuðla að aukinni sjálfbærni í ferlinu.
Ina Vikøren, yfirmaður sjálfbærnimála hjá H&M í Noregi og Íslandi fjallaði um sjálfbærnistefnu og markmið H&M. Þar á meðal hefur H&M einsett sér að fyrir árið 2030 muni öll textílefni vera úr endurunnum efnum eða efnum sem vottuð eru sem sjálfbær. Árið 2040 stefnir H&M svo á að vera 100% loftslagsjákvætt (e. climate positive) þ.e. að öll virðiskeðja H&M hafi jákvæð áhrif loftslagið.
Myndir frá viðburðinum má sjá hér á Facebook.
Glærurnar af fyrirlestrunum má sjá hér fyrir neðan: