Mikil aukning í erlendri netverslun í október

Staða og þróun samkvæmt Rannsóknasetri verslunarinnar

Erlend netverslun jókst verulega í október. Samkvæmt nýjustu mælingum Rannsóknaseturs verslunarinnar (RSV) nam aukningin 12,8% frá sama tíma í fyrra og nær 30% ef bornir eru saman september og október í ár. Heildaraukning ársins til þessa er nú 14,3%.

Fatnaður og skór eru enn stærsti undirflokkurinn (+ 12,3%).
Lyf og lækningavörur dragast saman (- 22,2%).
Matvara vex mest (+ 28,3%).

Hlutfall vara frá Kína heldur áfram að aukast og er nú um 40%, samanborið við tæp 30% árið 2022.

RSV birtir mánaðarleg gögn um þróun erlendra sendinga, uppruna vara og kauphegðun neytenda og býður uppá ítarlegar skýrslur um erlenda netverslun sem eru mikilvæg fyrir íslensk fyrirtæki sem vilja skilja og bregðast við breyttu umhverfi í netverslun.
Sjá nánar á vef RSV.