Segir ríkið vera að skapa sér sjálfkrafa skaðabótaskyldu

Segir ríkið vera að skapa sér sjálfkrafa skaðabótaskyldu

Í viðtali í Fréttablaðinu í dag segir Andrés Magnússon, framkvæmdastjóri SVÞ að bregðist stjórnvöld ekki strax við dómi Hæstaréttar um innflutning á fersku kjöti sé ríkið að skapa sér skaðabótaskyldu. „Það hefur legið fyrir mörg undanfarin ár að það væru yfirgnæfandi líkur á að niðurstaða málsins yrði á þann hátt sem síðar varð. Sú afsökun að stjórnvöld hafi ekki haft nægan tíma er bara ekki gild. Umfjöllun má sjá á vef Vísis hér og í tölublaðinu frá 9. nóvember.

Netverslun á Íslandi í þætti Jóns G. á Hringbraut

Netverslun á Íslandi í þætti Jóns G. á Hringbraut

Jón G. í þættinum Viðskipti á Hringbraut fékk Andrés Magnússon framkvæmdastjóra SVÞ í viðtal til sín á dögunum. Í viðtalinu ræða þeir þróun í netverslun og áskoranir sem íslenskar netverslanir standa frammi fyrir.

Viðtalið má sjá hér: http://www.hringbraut.is/sjonvarp/thaettir/vidskipti-med-joni-g/vidskipti-med-joni-g-24oktober/  og hefst það 10 mínútur inn í þáttinn og er rétt rúmar 5 mínútur.

 

Eðli smásölu að breytast

Eðli smásölu að breytast

Í opnuviðtali í Viðskiptablaðinu fimmtudaginn 18. október sl. segir Andrés Magnússon, framkvæmdastjóri SVÞ eðli smásölu vera að breytast. Samkeppniseftirlitið taki ekki nægt tillit til alþjóðlegs eðlis smásölumarkaðar og verði að fara að horfa víðar á málin. Netverslun sé það sem koma skal. Umfjöllun má sjá á vef Viðskiptablaðsins hér og í tölublaðinu frá 18. október.

Mynd: Haraldur Guðjónsson fyrir Viðskiptablaðið

Kerfið of seint að bregðast við breyttum aðstæðum

Kerfið of seint að bregðast við breyttum aðstæðum

Í opnuviðtali í Viðskiptablaðinu fimmtudaginn 18. október sl. vakti Andrés Magnússon, framkvæmdastjóri SVÞ athygli á því að kerfið sé of seint að bregðast við breyttum aðstæðum. Þetta hafi alvarleg áhrif á atvinnulífið. Umfjöllun má sjá á vef Viðskiptablaðsins hér og tölublaðinu frá því 18. okt.

Mynd: Haraldur Guðjónsson fyrir Viðskiptablaðið

Niðurgreidd samkeppni

Niðurgreidd samkeppni

Andrés Magnússon, framkvæmdastjóri SVÞ, skrifar eftirfarandi grein sem birtist í Morgunblaðinu 22. september:

Eins og öllum er kunnugt eykst netverslun hröðum skrefum hvar sem er í heiminum, en þessari þróun er afar vel lýst í nýútkominni skýrslu Rannsóknaseturs verslunarinnar sem ber heitið „Íslensk netverslun – áhrif stafrænnar tækni og alþjóðlegrar samkeppni“.

Þó að netverslun hafi þróast hægar hér á landi en víða í nágrannalöndum okkar, eykst hún nú með meiri hraða en nokkru sinni fyrr. Jafnframt eykst hin alþjóðlega samkeppni á þessum markaði.

 

Póstsendingar frá þróunarríkjum

Því fer fjarri að hin alþjóðlega samkeppni í netverslun fari fram við jöfn samkeppnisskilyrði.

Á grundvelli áratugagamals alþjóðasamnings (Universal Postal Union), sem á rætur sínar að rekja allt aftur á 19. öld og Ísland er aðili að, ber póstþjónustufyrirtækjum í þróuðum ríkjum að greiða 70-80% af kostnaði við póstsendingar sem þangað berast frá ríkjum sem flokkast sem þróunarríki. Þróunarríki greiða aðeins 20-30% af þessum kostnaði.

Fyrir mörg þróunarríki hefur þessi samningur reynst vel við að koma framleiðsluvörum þessara ríkja inn á alþjóðlega markaði.

 

Kína er skilgreint sem þróunarríki

Niðurgreiddur Kína póstur

Svo undarlega sem það kann að hljóma flokkast Kína sem þróunarríki eftir skilningi þessa gamla samnings. Þetta þýðir á mannamáli að stór hluti kostnaðar af þeim póstsendingum sem koma hingað til lands frá Kína er í raun niðurgreiddur af íslenskum neytendum. Íslandspósti, sem er opinbert hlutafélag og í 100% eigu íslenska ríkisins, ber skylda til að dreifa öllu því mikla magni póstsendinga sem berast hingað til lands með þessum hætti, og með þeim skilmálum sem fyrr var lýst.

Því fer fjarri að þessi staða sé bundin við Ísland. Í nágrannalöndum okkar, beggja vegna Atlantsála, sætir þetta kerfi sífellt meiri gagnrýni. Til Danmerkur, svo dæmi sé tekið, berast á hverjum degi um 40.000 póstsendingar frá Kína. Verslun á Norðurlöndum finnur mjög fyrir þeirri ósanngjörnu samkeppni sem þarna birtist og opinber póstþjónusta í þessum löndum er að sligast undan því álagi og þeim kostnaði sem þessu fylgir.

 

Samkeppnisstaðan

Innlend verslun (bæði hefðbundin og netverslun) stendur augljóslega höllum fæti gagnvart þessari ójöfnu samkeppni. Ekki nóg með að sendingarkostnaðurinn sé niðurgreiddur, heldur bendir allt til að stór hluti þess varnings sem kemur til landsins með þessum hætti komi án þess að greiddur sé af honum virðisaukaskattur. Að sama skapi er í einstökum tilvikum um að ræða sendingar á vörum sem brjóta gegn hugverka- og hönnunarvernd, þ.e. falsaðar vörur eða vörur sem ekki hafa verið framleiddar í samræmi við viðurkennda öryggisstaðla.

Þetta er staða sem ekki er hægt að una við lengur enda ljóst að samkeppni þrífst ekki við slíkar aðstæður. Aðstæður þar sem framleiðsla í Kína er niðurgreidd af íslenska ríkinu sem og öðrum ríkjum í hinum vestræna heimi. Netverslanir hér á landi og í nágrannalöndum okkar munu ekki geta keppt við stór ríki sem njóta slíkrar forgjafar og að sama skapi mun kostnaður póstrekenda vegna þessa falla á innlenda neytendur. Hér verða stjórnvöld einfaldlega að spyrna við fótum.

Frosin stjórnsýsla

Frosin stjórnsýsla

Frosin stjórnsýsla
Birt á visir.is 19.07.2018

Fyrir sjö árum sendu SVÞ – Samtök verslunar og þjónustu kvörtun til Eftirlitsstofnunar EFTA (ESA) þar sem samtökin tóku af skarið og kvörtuðu undan innleiðingu hérlendra stjórnvalda á matvælalöggjöf EES samningsins. Var þannig í pottinn búið, og er enn, að íslenska ríkið hefur sett höft á innflutning á fersku kjöti og skal allt slíkt kjöt fryst áður en það kemur inn á borð íslenskra neytenda. Sem afleiðing þessa er íslenskum neytendum gert að velja á milli innlendrar framleiðslu, fersk eða frosin, og þíddu erlendu kjöti. Er óumdeilt að slík samkeppni er verulega einsleit og vali neytenda gefið langt nef enda felur frystiskylda á kjöti í sér verulega eftirgjöf á gæðum.Á síðastliðnu ári kvað EFTA dómstóllinn upp hin rökrétta dóm að hérlend frystiskylda fæli í sér ótvírætt brot gegn EES skuldbindingum íslenska ríkisins. var dómurinn í fullu samræmi við röksemdir SVÞ í kvörtun sinni til ESA. Þrátt fyrir veruleg fjárútlát í vörn sinni tókst íslenska ríkinu ekki að sýna fram á nein rök fyrir umræddum innflutningshöftum. Á góðri og kjarnyrti íslensku kallaðist þessi sneypuför stjórnvalda fyrir dómstólnum heimaskítsmát hvað varðar grundvöll fyrir þessum höftum á starfsumhverfi verslana og valfrelsi neytenda.

Þrátt fyrir ljúf loforð stjórnvalda gagnvart ESA um að bæta úr þessum ágöllum og aflétta umræddum höftum hafa stjórnvöld enn ekki gripið til slíkra aðgerða átta mánuðum frá því að dómur féll í málinu. Í átta mánuði hafa stjórnvöld verið meðvituð um eigin sök án þess að hafa sýnt vilja í verki til að bæta hér úr. Er svo komið að ekki eingöngu þolinmæði neytenda og verslana er á þrotum heldur einnig þolinmæði ESA. Hefur stofnunin nú gefið stjórnvöldum þrjá mánuði til þess að svara fyrir það hvers vegna ekki hafi verið gerðar viðeigandi ráðstafanir til að framfylgja dómi EFTA dómstólsins um innflutningstakmarkanir sem féll í nóvember í síðasta ári.

Nú dugar ekkert fyrir hérlend stjórnvöld að sitja aðgerðarlaus og krossleggja fingur um að þetta reddist heldur þarf að bretta upp ermar og ráðast í þær breytingar sem gera þarf til að uppfylla skyldur ríkisins. Sofandaháttur stjórnvalda í þessu máli má ekki viðgangast mikið lengur og er það skýr krafa verslunar og neytenda að stjórnvöld virði þær alþjóðlegu skuldbindingar sem það hefur undirgengist, hvort sem það eru samningar eða dómar.

Andrés Magnússon, framkvæmdastjóri SVÞ – Samtaka verslunar og þjónustu