29/11/2018 | Fréttir, Í fjölmiðlum, Verslun
Mikill vöxtur hefur verið í netverslun síðustu mánuði en stjórnendur netverslana segja metvöxt hafa verið yfir afsláttardaga síðustu vikna sem sífellt fleiri íslensk fyrirtæki taka þátt í. Vöxturinn hefur verið allt að 200% í netsölu á dagvöru, en enn erum við langt á eftir nágrannaríkjum.
Viðtal við Andrés Magnússon framkvæmdarstjóra Samtaka verslunar og þjónustu birtist í Viðskiptablaðinu 29. nóvember 2018. Sjá má brot úr því á vef vb.is hér.
29/11/2018 | Fréttir, Í fjölmiðlum
Birt í Fréttablaðinu 29. nóvember 2018
Stefna ríkinu vegna kjötsins
„Stjórnvöld eru ekki að sinna þeirri skyldu sinni að breyta reglunum eins og leiðir af dómi Hæstaréttar að skuli gera. Þetta hefur þá bara þessar afleiðingar að það hefur skapast skaðabótaskylda gagnvart kjötinnflytjendum þangað til þetta er lagað,“ segir Arnar Þór Stefánsson hæstaréttarlögmaður, sem hefur fyrir hönd Haga stefnt íslenska ríkinu vegna höfnunar á innflutningi á fersku kjöti. „Við gáfum stjórnvöldum færi á að greiða bætur strax. Þetta var skammur frestur eða ein vika en það kom svar að Ríkislögmaður ætlaði að leita umsagnar. Við teljum ekki efni til slíks enda er búið að dæma í Hæstarétti og þess vegna var ákveðið að stefna strax. Svo krefjumst við álags á málskostnað út af þessum ítrekuðu brotum ríkisins og því að greiða ekki skaðabætur strax.“ Andrés Magnússon, framkvæmdastjóri Samtaka verslunar og þjónustu, segist vita til þess að fleiri kjötsendingar séu væntanlegar til landsins á allra næstu dögum og vikum. „Kannski er stjórnvöldum bara sama um þessar skaðabætur en þá verða þau bara að segja það að þau séu tilbúin að greiða bætur til að friða talsmenn landbúnaðarins. Þótt fjárhæðirnar í þessu máli séu ekki háar þá vaknar sú spurning hvort einhver þurfi að taka af skarið og flytja inn fyrir 100 milljónir til að hreyfa við stjórnvöldum?“ – sar
13/11/2018 | Fréttir, Í fjölmiðlum, Verslun
Hulda og Logi á K100 fengu markaðs- og kynningarstjóra SVÞ, Þórönnu K. Jónsdóttur í heimsókn til sín 12. október sl. til að ræða netverslun í tilefni af „Singles Day“ og fréttum af gríðarlegri sölu Alibaba á þeim degi.
Hér má sjá fréttina á mbl.is og upptöku af viðtalinu.
13/11/2018 | Fréttir, Greinar, Í fjölmiðlum, Verslun
Andrés Magnússon, framkvæmdastjóri SVÞ, skrifaði grein á Vísi þann 12. nóvember. Í greininni fjallar hann um skort á aðgerðum stjórnvalda til að bregðast við dómi Hæstaréttar þar sem staðfest var lögmæti innflutnings á fersku kjöti. Ríkið skapar sér nú skaðabótaskyldu með því að halda áfram að gera ferskt kjöt upptækt við komu til landsins. Greinina í heild sinni má lesa á vef Vísis hér.
09/11/2018 | Fréttir, Í fjölmiðlum, Verslun
Í viðtali í Fréttablaðinu í dag segir Andrés Magnússon, framkvæmdastjóri SVÞ að bregðist stjórnvöld ekki strax við dómi Hæstaréttar um innflutning á fersku kjöti sé ríkið að skapa sér skaðabótaskyldu. „Það hefur legið fyrir mörg undanfarin ár að það væru yfirgnæfandi líkur á að niðurstaða málsins yrði á þann hátt sem síðar varð. Sú afsökun að stjórnvöld hafi ekki haft nægan tíma er bara ekki gild. Umfjöllun má sjá á vef Vísis hér og í tölublaðinu frá 9. nóvember.
05/11/2018 | Fréttir, Í fjölmiðlum, Verslun
Jón G. í þættinum Viðskipti á Hringbraut fékk Andrés Magnússon framkvæmdastjóra SVÞ í viðtal til sín á dögunum. Í viðtalinu ræða þeir þróun í netverslun og áskoranir sem íslenskar netverslanir standa frammi fyrir.
Viðtalið má sjá hér: http://www.hringbraut.is/sjonvarp/thaettir/vidskipti-med-joni-g/vidskipti-med-joni-g-24oktober/ og hefst það 10 mínútur inn í þáttinn og er rétt rúmar 5 mínútur.