17/12/2020 | COVID19, Fréttir, Í fjölmiðlum, Lyfsöluhópur, Stjórnvöld
Fyrirsögnin á forsíðu Viðskiptablaðsins þann 17. desember er Reglugerð ógni lyfjaöryggi og á blaðsíðu 10 og 11 er viðtal við Andrés Magnússon, framkvæmdastjóra SVÞ og Jakob Fal Garðarsson, framkvæmdastjóra Frumtaka – samtaka framleiðenda frumlyfja.
Í viðtalinu kemur m.a. fram að fyrirhuguð reglugerð muni hafa verulega neikvæð áhrif á lyfjageirann hérlendis m.a. með því að hafa letjandi áhrif á skráningu nýrra lyfja og geti jafnvel leitt til afskráningar lyfja sem nú eru á markaði og í mikilli notkun.
25/11/2019 | Fréttir, Hópur um lausasölulyf, Í fjölmiðlum, Lyfsöluhópur
Í umfjöllun á
mbl.is fimmtudaginn 21. nóvember sl. kemur fram að lyfjaverð á Íslandi hefur lækkað um helming frá aldamótum. Fréttir af samanburði Medicine Price Index á lyfjaverði í 50 löndum sýndu að Ísland er meðal þeirra landa þar sem lyfjaverð er hæst. Í umfjölluninni er rætt við Andrés Magnússon, framkvæmdastjóra SVÞ, en í máli hans kemur fram að ýmislegt hafi áhrif til hækkunar lyfjaverðs hérlendis, ekki síst smæð markaðarins og mikilvægt sé að skoða hlutina í samhengi.
Umfjöllunina í heild sinni má lesa hér.