Til að aðstoða félagsmenn við að bæta sjálfbærni og umhverfisvernd fyrirtækja sinna fengu við til okkar góða gesti miðvikudaginn 23. október sl. til að ræða um umbúðir og endurvinnslu.
Fundurinn var vel sóttur enda erindin bæði gagnleg og fróðleg. Líf Lárusdóttir og Jónína Guðný Magnúsdóttir frá Terra fræddu okkur um mikilvægi flokkunar í fyrirtækjum og stofnunum og endurvinnslu og nýsköpun umbúða. Áslaug Hulda Jónsdóttir fræddi okkur um endurvinnslu plasts, en fyrirtæki hennar, Pure North Recycling, er eina plastendurvinnslufyrirtæki landsins.
Félagsmenn í SVÞ geta nú séð upptöku frá fundinum í lokaða Facebook hópnum okkar hér. Athugið að svara þarf laufléttum spurningum til að komast inn í hópinn sem er eingöngu ætlaður fyrir félagsmenn.