Andrés Magnússon, framkvæmdastjori SVÞ, var í Morgunútvarpi Rásar 2 sl. föstudag þar sem hann ræddi mikilvægi þess að rýmka fjöldatakmarkanir í stórum matvöruverslunum núna rétt fyrir jólin upp í 200 manns. Hann sagði breytinguna 10. desember hafa létt stöðuna mjög og einfaldað versluninni lífið en þá voru fjöldatakmarkanir í verslunum með annað en matvörur og lyf rýmkaðar. Hinsvegar sé nauðsynlegt að hleypa fleirum að á þessum síðustu dögum fyrir jól þegar fólk verslar ferskvöru fyrir hátíðarnar.

>> Hlustaðu á viðtalið hér.

 

Um málið var einnig fjallað í Fréttablaðinu sama dag og má sjá þá umfjöllun hér.