FRÆÐSLA
Fræðsla og hæfniþróun – lykill að árangri
SVÞ leggur áherslu á að efla menntun og hæfniþróun í verslunar- og þjónustugreinum. Samtökin vinna að mótun grunn- og framhaldsmenntunar með tilliti til þarfa atvinnulífsins og styðja við starfs- og endurmenntun starfsfólks.
Samstarf og stefnumótun SVÞ vinna með yfirvöldum, launþegasamtökum og atvinnurekendasamtökum að mótun menntastefnu og eiga fulltrúa í stjórn SVS – Starfsmenntasjóðs verslunar og skrifstofufólks.
Stafræn viðskiptalína og Fagnám verslunar SVÞ komu að stofnun Stafrænnar viðskiptalínu með Verzlunarskóla Íslands og vinna að þróun Fagnáms verslunar með SVS og Fræðslumiðstöð atvinnulífsins.
Ræktum vitið – hæfni starfsfólks í brennidepli Samstarfsverkefni SVÞ, VR og LÍV Ræktum vitið, setur athyglina á hæfni starfsfólks í greininni. Verkefnið leggur áherslu á sí- og endurmenntun og íslenskunám fyrir erlenda starfsmenn. Vefsíðan raektumvitid.is var opnuð í febrúar 2025.
Nýtt nám í stjórnun verslunar og þjónustu Háskólinn á Bifröst býður upp á nýtt BS-nám í stjórnun verslunar og þjónustu til að mæta þörfum atvinnulífsins. Nánari upplýsingar: bifrost.is.
Fræðsluviðburðir og námskeið SVÞ skipuleggja reglulega fræðsluviðburði og námskeið til að styrkja starfsemi fyrirtækja og auka samkeppnishæfni.
Með markvissri fræðslu og samstarfi tryggjum við framþróun verslunar og þjónustu á Íslandi!
FRÆÐSLUVIÐBURÐIR Á NÆSTUNNI
ChatGPT vinnustofa I: Fáðu sem mest út úr ChatGPT – fyrir byrjendur Last Few Tickets
ChatGPT vinnustofa II: Fáðu sem mest út úr ChatGPT – fyrir lengra komna
Við ræktum vitið – Næsta stöðukönnun er komin af stað!
Samstarfsverkefni SVÞ, VR og LÍV er á góðri siglingu eftir formlega opnun á verkefninu Ræktum vitið. Markmiðin eru skýr: að gera sí- og endurmenntun að eðlilegum og sjálfsögðum hluta af starfsumhverfi í verslunar- og þjónustugreinum. Til að halda áfram á þessari braut...
UPPBROT: Fólk – Tækni – Samkeppni [Upptökur]
Ræktum vitið – Nýtt átak sem eflir hæfni í verslun og þjónustu
Mikilvæg skref í starfsmenntamálum Framtíð verslunar og þjónustu byggir á hæfni starfsfólksins sem stendur að baki henni. Með það í huga hafa SVÞ - Samtök verslunar og þjónustu, VR og Landssamband íslenskra verzlunarmanna (LÍV) tekið höndum saman í metnaðarfullu átaki...
Fyrirmæla handbók ChatGPT fyrir skýra menntastefnu.
Ræktum vitið: Ný nálgun á hæfniþróun í verslun og þjónustu SVÞ – Samtök verslunar og þjónustu og VR/LÍV hafa hrundið af stað metnaðarfullu verkefni, Ræktum vitið, sem hefur það markmið að efla hæfni starfsfólks í verslunar- og þjónustugreinum. Verkefnið leggur áherslu...
Menntaverðlaun atvinnulífsins
Menntaverðlaun atvinnulífsins verða afhent á Hilton Nordica þriðjudaginn 11. febrúar 2025. Óskað er eftir tilnefningum um fyrirtæki sem hafa staðið sig vel á sviði fræðslu- og menntamála. Fyrirtækjum er velkomið að tilnefna sig sjálf. Tilnefningar þurfa að berast eigi...
Ársfundur atvinnulífsins 2024
Ársfundur atvinnulífsins hefur fest sig í sessi sem mikilvægur vettvangur atvinnulífs og stjórnmála til að ræða brýn málefni samfélagsins og leiðir til að bæta lífskjör landsmanna. Dagsetning: 19. september nk. Staður: Silfurberg, Harpa Tími: 15:00 - 17.00 Græn...