FRÆÐSLA

Fræðsla og hæfniþróun – lykill að árangri

SVÞ leggur áherslu á að efla menntun og hæfniþróun í verslunar- og þjónustugreinum. Samtökin vinna að mótun grunn- og framhaldsmenntunar með tilliti til þarfa atvinnulífsins og styðja við starfs- og endurmenntun starfsfólks.

Samstarf og stefnumótun SVÞ vinna með yfirvöldum, launþegasamtökum og atvinnurekendasamtökum að mótun menntastefnu og eiga fulltrúa í stjórn SVS – Starfsmenntasjóðs verslunar og skrifstofufólks.

Stafræn viðskiptalína og Fagnám verslunar SVÞ komu að stofnun Stafrænnar viðskiptalínu með Verzlunarskóla Íslands og vinna að þróun Fagnáms verslunar með SVS og Fræðslumiðstöð atvinnulífsins.

Ræktum vitið – hæfni starfsfólks í brennidepli Samstarfsverkefni SVÞ, VR og LÍV Ræktum vitið, setur athyglina á hæfni starfsfólks í greininni. Verkefnið leggur áherslu á sí- og endurmenntun og íslenskunám fyrir erlenda starfsmenn. Vefsíðan raektumvitid.is var opnuð í febrúar 2025.

Nýtt nám í stjórnun verslunar og þjónustu Háskólinn á Bifröst býður upp á nýtt BS-nám í stjórnun verslunar og þjónustu til að mæta þörfum atvinnulífsins. Nánari upplýsingar: bifrost.is.

Fræðsluviðburðir og námskeið SVÞ skipuleggja reglulega fræðsluviðburði og námskeið til að styrkja starfsemi fyrirtækja og auka samkeppnishæfni.

Með markvissri fræðslu og samstarfi tryggjum við framþróun verslunar og þjónustu á Íslandi!

Stjórnun í verslun og þjónustu
ChatGPT Fyrirmæla Handbók Ræktum Vitið Menntastefna

FRÆÐSLUVIÐBURÐIR Á NÆSTUNNI

Enginn viðburður fannst!

Fjölmenni á fundi um ferðamenn frá Kína

Fjölmenni á fundi um ferðamenn frá Kína

Fjölmenni var á fundi sem SVÞ hélt ásamt Samtökum ferðaþjónustunnar, Íslandsstofu, Ferðamálastofu og Íslensk-kínverska viðskiptaráðinu á Grand hótel í morgun undir yfirskriftinni „Hvernig tökum við á móti ferðamönnum frá Kína“.

Lesa meira
Vel heppnaðar vinnustofur með BravoEarth um umhverfisstefnu

Vel heppnaðar vinnustofur með BravoEarth um umhverfisstefnu

Nýlega bauðst fyrirtækjum innan SVÞ að sækja vinnustofur með þeim Vilborgu Einarsdóttur og Kjartani Sigurðssyni frá BravoEarth. Á vinnustofunum fóru þau Vilborg og Kjartan yfir helstu atriði sem snúa að mótun, utanumhaldi og innleiðingu umhverfisstefnu.

Lesa meira
Menntamorgunn: Rafræn fræðsla – hvernig gengur?

Menntamorgunn: Rafræn fræðsla – hvernig gengur?

Þriðji fundurinn í fundaröðinni um rafræna fræðslu verður haldinn á menntamorgni, miðvikudaginn 22. janúar frá kl. 8.15-9.00 í Húsi atvinnulífsins. Menntamorgnar eru samstarfsverkefni Samtaka atvinnulífsins og aðildarsamtaka.

Lesa meira