FRÆÐSLA
Fræðsla og hæfniþróun – lykill að árangri
SVÞ leggur áherslu á að efla menntun og hæfniþróun í verslunar- og þjónustugreinum. Samtökin vinna að mótun grunn- og framhaldsmenntunar með tilliti til þarfa atvinnulífsins og styðja við starfs- og endurmenntun starfsfólks.
Samstarf og stefnumótun SVÞ vinna með yfirvöldum, launþegasamtökum og atvinnurekendasamtökum að mótun menntastefnu og eiga fulltrúa í stjórn SVS – Starfsmenntasjóðs verslunar og skrifstofufólks.
Stafræn viðskiptalína og Fagnám verslunar SVÞ komu að stofnun Stafrænnar viðskiptalínu með Verzlunarskóla Íslands og vinna að þróun Fagnáms verslunar með SVS og Fræðslumiðstöð atvinnulífsins.
Ræktum vitið – hæfni starfsfólks í brennidepli Samstarfsverkefni SVÞ, VR og LÍV Ræktum vitið, setur athyglina á hæfni starfsfólks í greininni. Verkefnið leggur áherslu á sí- og endurmenntun og íslenskunám fyrir erlenda starfsmenn. Vefsíðan raektumvitid.is var opnuð í febrúar 2025.
Nýtt nám í stjórnun verslunar og þjónustu Háskólinn á Bifröst býður upp á nýtt BS-nám í stjórnun verslunar og þjónustu til að mæta þörfum atvinnulífsins. Nánari upplýsingar: bifrost.is.
Fræðsluviðburðir og námskeið SVÞ skipuleggja reglulega fræðsluviðburði og námskeið til að styrkja starfsemi fyrirtækja og auka samkeppnishæfni.
Með markvissri fræðslu og samstarfi tryggjum við framþróun verslunar og þjónustu á Íslandi!
FRÆÐSLUVIÐBURÐIR Á NÆSTUNNI
ChatGPT vinnustofa II: Fáðu sem mest út úr ChatGPT – fyrir lengra komna Uppselt
Viltu veita framúrskarandi þjónustu í gegnum síma?
Margrét Reynisdóttir, frá Gerum betur, fer yfir hvernig veita á framúrskarandi þjónustu í síma og stjórna samtölum við erfiðar manneskjur.
Morgunfyrirlestur: Umhverfisstefna – frá fyrirsögn til framkvæmdar
Morgunfyrirlestur þar sem farið verður yfir uppbyggingu á umhverfisstefnu, hvað þarf að vera til staðar og hverjar eru helstu áskoranir innan sem utan veggja fyrirtækisins.
Vinnustofur í mótun, utanumhaldi og innleiðingu umhverfisstefnu
Í framhaldi af morgunfyrirlestri um mótun umhverfisstefnu bjóða SVÞ og BravoEarth upp á fríar vinnustofur fyrir fyrirtæki innan SVÞ til að aðstoða þau við að móta, halda utan um og innleiða umhverfisstefnu.
Upptaka af fyrirlestri um vellíðan á vinnustað
SVÞ og Fransk-íslenska viðskiptaráðið héldu í síðustu viku hádegisfyrirlestur með innanhússstílistanum Caroline Chéron hjá Bonjour. Fyrirlesturinn var vel sóttur og í honum fjallaði Caroline um ýmislegt varðandi hönnun vinnurýmis til að hafa áhrif á vellíðan starfsfólks og viðskiptavina
Fræðslufundur MAST: Breyttar reglur um innflutning á hráu kjöti
Matvælastofnun heldur fræðslufund um breyttar reglur um innflutning á hráu kjöti til Íslands fimmtudaginn 28. nóvember kl. 13:00 – 15:00 í húsnæði stofnunarinnar…
Félagsfundur um öryggi á vegum og vetrarþjónustu
Þriðjudaginn 26. nóvember standa SVÞog SAF fyrir sameiginlegum fundi um vetrarþjónustu, viðhald og öryggismál á vegakerfinu. Fulltrúar frá Vegagerðinni munu fara yfir fyrirkomulag vetrarþjónustu, viðhalds og öryggismála ásamt því að taka þátt í umræðum.