FRÆÐSLA
Fræðsla og hæfniþróun – lykill að árangri
SVÞ leggur áherslu á að efla menntun og hæfniþróun í verslunar- og þjónustugreinum. Samtökin vinna að mótun grunn- og framhaldsmenntunar með tilliti til þarfa atvinnulífsins og styðja við starfs- og endurmenntun starfsfólks.
Samstarf og stefnumótun SVÞ vinna með yfirvöldum, launþegasamtökum og atvinnurekendasamtökum að mótun menntastefnu og eiga fulltrúa í stjórn SVS – Starfsmenntasjóðs verslunar og skrifstofufólks.
Stafræn viðskiptalína og Fagnám verslunar SVÞ komu að stofnun Stafrænnar viðskiptalínu með Verzlunarskóla Íslands og vinna að þróun Fagnáms verslunar með SVS og Fræðslumiðstöð atvinnulífsins.
Ræktum vitið – hæfni starfsfólks í brennidepli Samstarfsverkefni SVÞ, VR og LÍV Ræktum vitið, setur athyglina á hæfni starfsfólks í greininni. Verkefnið leggur áherslu á sí- og endurmenntun og íslenskunám fyrir erlenda starfsmenn. Vefsíðan raektumvitid.is var opnuð í febrúar 2025.
Nýtt nám í stjórnun verslunar og þjónustu Háskólinn á Bifröst býður upp á nýtt BS-nám í stjórnun verslunar og þjónustu til að mæta þörfum atvinnulífsins. Nánari upplýsingar: bifrost.is.
Fræðsluviðburðir og námskeið SVÞ skipuleggja reglulega fræðsluviðburði og námskeið til að styrkja starfsemi fyrirtækja og auka samkeppnishæfni.
Með markvissri fræðslu og samstarfi tryggjum við framþróun verslunar og þjónustu á Íslandi!
FRÆÐSLUVIÐBURÐIR Á NÆSTUNNI
Haustréttir SVÞ 2025 – Leiðtogafundur verslunar og þjónustu Last Few Tickets
Fræðsla um vinnurétt fyrir stjórnendur Sjálfstæðra skóla
Námskeið: Sölubestun vefverslana, 24. október kl. 9:00-12:00
Vefverslanir: Sölubestun (e. Conversion rate optimization). Hvernig nærðu hámarks sölu í vefversluninni þinni? Á námskeiðinu lærir þú hvernig þú getir getur gert einfaldar breytingar á vefsíðunni þinni til þess að auka sölu og ánægju viðskiptavina.
Glæsileg fræðsludagskrá með áherslu á starfrænu byltinguna
Nú er búið að opna fyrir skráningu á þá viðburði sem staðfestir eru í fræðsludagskrá SVÞ haustið 2018. Í fræðsludagskránni verður byggt enn frekar ofan á námskeiðaröð frá síðasta vetri um Omnichannel, auk þess sem hún er innblásin af nýrri skýrslu Rannsóknarseturs verslunarinnar.
Námskeið: Áhrifarík markaðsssetning með tölvupósti, 20. nóvember 2018
Markaðssetning með tölvupósti er vannýttasta markaðsaðferðin á íslenskum markaði, þrátt fyrir að rannsóknir sýni að hún er sú arðbærasta af öllum starfrænum markaðsaðgerðum.
Fræðslufyrirlestur: Facebook Messenger Spjallmenni, 6. nóvember 2018
Erindi um Facebook Messenger Spjallmenni (e. chatbots) og hvernig fyrirtæki geta nýtt sér þau spennandi tækifæri sem þeir bjóða upp á.
Fræðslufyrirlestur: Greining á upplifun viðskiptavina, 16. október 2018
Á námskeiðinu verður farið yfir hvernig fyrirtæki geta greint upplifun og kaupferli viðskiptavina (Customer Journey) til að koma auga á tækifæri til að bæta upplifun og greina mikilvægustu snertifletina, kanna sársaukastig og hvaða tækifæri séu til úrbóta og nýsköpunar.
Morgunverðarrráðstefna: Íslensk netverslun, 11. október 2018
SVÞ ásamt Rannsóknarsetri verslunarinnar efna til morgunverðarráðstefnu um íslenska netverslun, fimmtudaginn 11. október kl. 8:30-10:00 á Hótel Natura. Í kjölfar útgáfu nýrrar skýrslu um íslenska netverslun mun fjallað um stöðu íslenskrar netverslunar og þær áskoranir sem í henni felast.