FRÆÐSLA
Fræðsla og hæfniþróun – lykill að árangri
SVÞ leggur áherslu á að efla menntun og hæfniþróun í verslunar- og þjónustugreinum. Samtökin vinna að mótun grunn- og framhaldsmenntunar með tilliti til þarfa atvinnulífsins og styðja við starfs- og endurmenntun starfsfólks.
Samstarf og stefnumótun SVÞ vinna með yfirvöldum, launþegasamtökum og atvinnurekendasamtökum að mótun menntastefnu og eiga fulltrúa í stjórn SVS – Starfsmenntasjóðs verslunar og skrifstofufólks.
Stafræn viðskiptalína og Fagnám verslunar SVÞ komu að stofnun Stafrænnar viðskiptalínu með Verzlunarskóla Íslands og vinna að þróun Fagnáms verslunar með SVS og Fræðslumiðstöð atvinnulífsins.
Ræktum vitið – hæfni starfsfólks í brennidepli Samstarfsverkefni SVÞ, VR og LÍV Ræktum vitið, setur athyglina á hæfni starfsfólks í greininni. Verkefnið leggur áherslu á sí- og endurmenntun og íslenskunám fyrir erlenda starfsmenn. Vefsíðan raektumvitid.is var opnuð í febrúar 2025.
Nýtt nám í stjórnun verslunar og þjónustu Háskólinn á Bifröst býður upp á nýtt BS-nám í stjórnun verslunar og þjónustu til að mæta þörfum atvinnulífsins. Nánari upplýsingar: bifrost.is.
Fræðsluviðburðir og námskeið SVÞ skipuleggja reglulega fræðsluviðburði og námskeið til að styrkja starfsemi fyrirtækja og auka samkeppnishæfni.
Með markvissri fræðslu og samstarfi tryggjum við framþróun verslunar og þjónustu á Íslandi!
FRÆÐSLUVIÐBURÐIR Á NÆSTUNNI
Tilgangur sem drifkraftur – lykill að árangri í rekstri | Fyrirlestur í beinni
Sjálfbærnidagur atvinnulífsins: Eru viðskiptatækifæri í kolefnishlutleysi?
Samtök atvinnulífsins og EY á Íslandi taka höndum saman og setja á laggirnar árlegan Sjálfbærnidag atvinnulífsins þar sem fyrirtæki á Íslandi geta sótt sér nýjustu þekkingu sem nýtist þeim í rekstri út frá sjálfbærni og UFS viðmiðum.
Net- og gagnaöryggi – nauðsyn ekki val
Sérfræðingar Deloitte á sviði persónuverndar og gagnaöryggis bjóða upp á gagnlegan og aðgengilegan fyrirlestur þar sem farið verður yfir helstu hluti sem fyrirtæki og stofnanir þurfa að hafa á hreinu í tengslum við persónuvernd, netöryggi og netárásir.
Umbreyttu upplifun viðskipavina með árangursríkri notkun CRM
Charlotte Åström, Þróunarstjóri viðskiptasambandsins hjá VÍS, heldur fyrirlestur þar sem hún mun fara yfir hvað CRM í raun er, hver ávinningurinn er af notkun þess, að hverju þarf að huga og hver eru lykilatriðin til árangurs.
Fyrirlestur 17. nóvember n.k. Spennandi tækifæri á vinnumarkaði framtíðarinnar
Spennandi breytingar eru að eiga sér stað á vinnumarkaði sem nauðsynlegt er að allir undirbúi sig fyrir. Fyrirlestur með Dr. Árelíu Eydísi og Herdísi Pálu.
10 mikilvægustu atriðin í innleiðingu á upplýsingatækni – og algeng mistök
Fyrirlestur um árangursríka innleiðingu upplýsingakerfa og helstu mistök með Rúnari Sigurðssyni, framkvæmdastjóra Svar. Miðvikudaginn 20. okt kl. 8:30
Menntamorgnar – hæfni í atvinnulífinu… hver ber ábyrgð á henni?
Menntamorgnar atvinnulífsins fara af stað aftur 7. október næstkomandi og hefst fyrsti fundur haustsins klukkan 8:30. Fyrsti fundurinn ber yfirskriftina Hæfni í atvinnulífinu … Hver ber ábyrgð á henni?