FRÆÐSLA
Fræðsla og hæfniþróun – lykill að árangri
SVÞ leggur áherslu á að efla menntun og hæfniþróun í verslunar- og þjónustugreinum. Samtökin vinna að mótun grunn- og framhaldsmenntunar með tilliti til þarfa atvinnulífsins og styðja við starfs- og endurmenntun starfsfólks.
Samstarf og stefnumótun SVÞ vinna með yfirvöldum, launþegasamtökum og atvinnurekendasamtökum að mótun menntastefnu og eiga fulltrúa í stjórn SVS – Starfsmenntasjóðs verslunar og skrifstofufólks.
Stafræn viðskiptalína og Fagnám verslunar SVÞ komu að stofnun Stafrænnar viðskiptalínu með Verzlunarskóla Íslands og vinna að þróun Fagnáms verslunar með SVS og Fræðslumiðstöð atvinnulífsins.
Ræktum vitið – hæfni starfsfólks í brennidepli Samstarfsverkefni SVÞ, VR og LÍV Ræktum vitið, setur athyglina á hæfni starfsfólks í greininni. Verkefnið leggur áherslu á sí- og endurmenntun og íslenskunám fyrir erlenda starfsmenn. Vefsíðan raektumvitid.is var opnuð í febrúar 2025.
Nýtt nám í stjórnun verslunar og þjónustu Háskólinn á Bifröst býður upp á nýtt BS-nám í stjórnun verslunar og þjónustu til að mæta þörfum atvinnulífsins. Nánari upplýsingar: bifrost.is.
Fræðsluviðburðir og námskeið SVÞ skipuleggja reglulega fræðsluviðburði og námskeið til að styrkja starfsemi fyrirtækja og auka samkeppnishæfni.
Með markvissri fræðslu og samstarfi tryggjum við framþróun verslunar og þjónustu á Íslandi!
FRÆÐSLUVIÐBURÐIR Á NÆSTUNNI
Haustréttir SVÞ 2025 – Leiðtogafundur verslunar og þjónustu Last Few Tickets
Fræðsla um vinnurétt fyrir stjórnendur Sjálfstæðra skóla
Breytingar á störfum í sífellt stafrænni heimi
Breytingar eru þegar hafnar á störfum í kjölfar stafrænnar umbreytingar. Við fáum til okkar Herdísi Pálu Pálsdóttur, sérfræðing í mannauðsmálum, og gesti úr atvinnulífinu til að segja okkur af breytingum á störfum í fyrirtækjunum þeirra.
Hvernig getum við keppt við erlendu risana?
Ekki fer framhjá neinum að innlend verslun mætir sífellt harðnandi samkeppni frá alþjóðlegum netverslunarrisum á borð við Amazon, Asos, AliExpress og fleiri. Eddu Blumenstein, PhD í umbreytingu smásölu (e. retailing transformation) ráðleggur okkur hvernig íslenskir smásalar geta keppt við erlendu risana.
(Grænar) sjálfbærni fjárfestingar fyrir verslun og þjónustu
Bjarni Herrera frá CIRCULAR Solutions fær til sín góða gesti og kynnir okkur fyrir grænum og sjálfbærnifjárfestingum, en von er á frumvarpi um skattaívilnanir fyrir slíkar fjárfestingar, sem hluti af stöðugleikaaðgerðum ríkisstjórnarinnar.
Tækifæri fyrir íslensk verslunar- og þjónustufyrirtæki til að bæta sig
Sem hluti af undirbúningi fyrir yfirstandandi herferð atvinnulífs og stjórnvalda undir yfirskriftinni Láttu það ganga var gerð könnun á viðhorfi íslensks almennings til íslenskrar verslunar og þjónustu. Farið verður yfir niðurstöður rannsóknarinnar og þann lærdóm sem draga má af henni.
Umhverfisdagur atvinnulífsins – Hvaða fyrirtæki fá verðlaunin í ár?
Umhverfisdagur atvinnulífsins verður haldinn rafrænt á miðvikudaginn, þann 14. október 2020 frá 8.30-10.00.
Netfyrirlestur: Vefverslun – aukinn vöxtur með leitarvélabestun
Farið verður yfir markaðssetningu á leitarvélum og hvernig fyrirtæki geta aukið sýnileika sinn sem getur stuðlað að náttúrulegum vexti (e. Organic growth).