FRÆÐSLA
Fræðsla og hæfniþróun – lykill að árangri
SVÞ leggur áherslu á að efla menntun og hæfniþróun í verslunar- og þjónustugreinum. Samtökin vinna að mótun grunn- og framhaldsmenntunar með tilliti til þarfa atvinnulífsins og styðja við starfs- og endurmenntun starfsfólks.
Samstarf og stefnumótun SVÞ vinna með yfirvöldum, launþegasamtökum og atvinnurekendasamtökum að mótun menntastefnu og eiga fulltrúa í stjórn SVS – Starfsmenntasjóðs verslunar og skrifstofufólks.
Stafræn viðskiptalína og Fagnám verslunar SVÞ komu að stofnun Stafrænnar viðskiptalínu með Verzlunarskóla Íslands og vinna að þróun Fagnáms verslunar með SVS og Fræðslumiðstöð atvinnulífsins.
Ræktum vitið – hæfni starfsfólks í brennidepli Samstarfsverkefni SVÞ, VR og LÍV Ræktum vitið, setur athyglina á hæfni starfsfólks í greininni. Verkefnið leggur áherslu á sí- og endurmenntun og íslenskunám fyrir erlenda starfsmenn. Vefsíðan raektumvitid.is var opnuð í febrúar 2025.
Nýtt nám í stjórnun verslunar og þjónustu Háskólinn á Bifröst býður upp á nýtt BS-nám í stjórnun verslunar og þjónustu til að mæta þörfum atvinnulífsins. Nánari upplýsingar: bifrost.is.
Fræðsluviðburðir og námskeið SVÞ skipuleggja reglulega fræðsluviðburði og námskeið til að styrkja starfsemi fyrirtækja og auka samkeppnishæfni.
Með markvissri fræðslu og samstarfi tryggjum við framþróun verslunar og þjónustu á Íslandi!
FRÆÐSLUVIÐBURÐIR Á NÆSTUNNI
ChatGPT vinnustofa II: Fáðu sem mest út úr ChatGPT – fyrir lengra komna Uppselt
Tækifæri fyrir íslensk verslunar- og þjónustufyrirtæki til að bæta sig
Sem hluti af undirbúningi fyrir yfirstandandi herferð atvinnulífs og stjórnvalda undir yfirskriftinni Láttu það ganga var gerð könnun á viðhorfi íslensks almennings til íslenskrar verslunar og þjónustu. Farið verður yfir niðurstöður rannsóknarinnar og þann lærdóm sem draga má af henni.
Umhverfisdagur atvinnulífsins – Hvaða fyrirtæki fá verðlaunin í ár?
Umhverfisdagur atvinnulífsins verður haldinn rafrænt á miðvikudaginn, þann 14. október 2020 frá 8.30-10.00.
Netfyrirlestur: Vefverslun – aukinn vöxtur með leitarvélabestun
Farið verður yfir markaðssetningu á leitarvélum og hvernig fyrirtæki geta aukið sýnileika sinn sem getur stuðlað að náttúrulegum vexti (e. Organic growth).
Félagsfundur: Áhrif COVID-19 á verslun og þjónustu
Þriðjudaginn 29. september kl. 9:00-11:00 verður haldinn almennur félagsfundur fyrir SVÞ félaga þar sem umræðuefnið er áhrif COVID-19 á verslun og þjónustu.
Veffyrirlestur: Markaðssetning í verslun og þjónustu í COVID Krísu
Þriðjudaginn 5. maí nk. mun Dr. Valdimar Sigurðsson, prófessor í markaðsfræði og neytendasálfræði við Háskólann í Reykjavík halda vefnámskeið fyrir félagsmenn í SVÞ um hvernig fyrirtæki í verslun mega ekki sitja og bíða heldur þurfa að bretta upp ermar til að örva eftirspurn og einkaneyslu.
Sértilboð til félagsmanna á þjónustunámskeið Gerum betur!
Nú í apríl og maí býður Gerum betur sértilboð til félagsmanna, 25% afslátt, á þjónustunámskeiðum sem kennd eru í gegnum netið. Þrjú námskeið eru í boði: 20 góð ráð í þjónustusímsvörun, Erfiðir viðskiptavinir, Góð ráð í tölvusamskiptum.