Í Reykjavík síðdegis á föstudaginn gagnrýnir Andrés Magnússon, framkvæmdastjóri, ósamræmi í sóttvarnaraðgerðum þegar kemur að verslunum. Matvöruverslanir og lyfjaverslanir eru að sjálfsögðu þjóðhagslega mikilvægar og þar mega 50 manns vera inni í einu. Andrés bendir hinsvegar á að lyfjaverslanir séu margar hverjar í tiltölulega litlu rými, en megi hafa50 manns inni á sama tíma og gríðarstórar byggingavöruverslanir mega eingöngu hafa 10 – að meðtöldu starfsfólki. Andrés bendir einnig á að verslunin sé ein fárra atvinnugreina sem hefur staðið ágætlega í heimsfaraldrinum og að við megum ekki við því að missa fleiri fyrirtæki og störf.

Andrés tæpir á ýmsum fleiri atriðum varðandi þessi mál. Hlusta má á viðtalið hér fyrir neðan: