Andrés Magnússon, framkvæmdastjóri SVÞ, var í beinni í kvöldfréttum RÚV á laugardagskvöldið. Hann benti þar aftur á ósamræmi í sóttvarnaraðgerðum, en í verslunum ÁTVR máttu 50 manns vera inni á sama tíma, og af því má ætla að kaup á áfengi séu kerfislega mikilvægari en t.d. kaup í byggingavöruverslunum. Aðgengi að byggingavörum hefur m.a. áhrif á bygginariðnaðinn sem er klárlega þjóðhagslega mikilvægur, en þrátt fyrir stærð verslunarrýma margra byggingavöruverslana mega þar einungis 10 manns vera inni á sama tíma.

 

>> SMELLTU HÉR TIL AÐ HORFA Á VIÐTALIÐ VIÐ ANDRÉS.
Á 6:11 HEFST VIÐTAL VIÐ FORMANN SA OG VIÐTALIÐ VIÐ ANDRÉS FYLGIR Á EFTIR OG HEFST UM 8:15