FRÉTTIR OG GREINAR

Kynningarfundur um fyrirhugaða áfangastaða- og markaðsstofu höfuðborgarsvæðisins

Kynningarfundur um fyrirhugaða áfangastaða- og markaðsstofu höfuðborgarsvæðisins

Samtök sveitarfélaga á höfuðborgarsvæðinu skoða nú mótun og skipulag um áfangastaða- og markaðsstofu fyrir allt höfuðborgarsvæðið með þátttöku stjórnvalda, sveitarfélaga, atvinnulífsins og annarra hagaðila. Verkefnið hefur það markmið að efla samstarf sveitarfélaga og atvinnulífs um ferðamál á höfuðborgarsvæðinu. Hagaðilum er nú boðið til kynningarfundar sem haldinn verður á netinu föstudaginn 21. maí, þar sem farið verður yfir stöðu verkefnisins.

Lesa meira
Tollmiðlaranámskeið

Tollmiðlaranámskeið

Tollskóli ríkisins hefur tekið upp samstarf við fræðslufyrirtækið Promennt um utanumhald og framkvæmd á námskeiði fyrir tollmiðlara um ýmis atriði er lúta að samskiptum við tollayfirvöld. Næsta námskeið hefst 17. maí.

Lesa meira
Verkefnastjóri stafrænnar þróunar í viðtali hjá Bryndísi Haralds

Verkefnastjóri stafrænnar þróunar í viðtali hjá Bryndísi Haralds

Þóranna K. Jónsdóttir, verkefnastjóri – stafræn þróun hjá SVÞ, var í viðtali hjá Bryndísi Haraldsdóttur þingmanni live á Facebook fimmtudaginn 29. apríl sl. 
Þar ræddu þær um stafræna þróun í íslensku atvinnulífi og m.a. hvers vegna væri mikilvægt að stjórnvöld, atvinnulíf, vinnumarkaður, háskólasamfélag og fleiri ynnu saman að því að styðja atvinnulífið og vinnumarkaðinn í eflingu stafrænnar hæfni.

Lesa meira
EuroCommerce skorar á evrópsk stjórnvöld

EuroCommerce skorar á evrópsk stjórnvöld

Eurocommerce, samtök smásölu- og heildverslunar í Evrópu, í samvinnu við UNI Europe, sem eru samtök lauafólks í Evrópu, hafa sent frá sér fréttatilkynningu þar sem skorað er á evrópsk stjórnvöld að styðja við verslunarfyrirtækin með því að efla stafræna hæfni fyrirtækja og starfsfólks í verslunum.

Lesa meira

Flokkar

SAMAN ERUM VIÐ STERKARI!

Með aðild hefurðu áhrif sem hluti af sterkum hópi íslenskra fyrirtækja í verslun og þjónustu!