FRÉTTIR OG GREINAR
Breytingar á störfum í sífellt stafrænni heimi
Breytingar eru þegar hafnar á störfum í kjölfar stafrænnar umbreytingar. Við fáum til okkar Herdísi Pálu Pálsdóttur, sérfræðing í mannauðsmálum, og gesti úr atvinnulífinu til að segja okkur af breytingum á störfum í fyrirtækjunum þeirra.
Hvernig getum við keppt við erlendu risana?
Ekki fer framhjá neinum að innlend verslun mætir sífellt harðnandi samkeppni frá alþjóðlegum netverslunarrisum á borð við Amazon, Asos, AliExpress og fleiri. Eddu Blumenstein, PhD í umbreytingu smásölu (e. retailing transformation) ráðleggur okkur hvernig íslenskir smásalar geta keppt við erlendu risana.
(Grænar) sjálfbærni fjárfestingar fyrir verslun og þjónustu
Bjarni Herrera frá CIRCULAR Solutions fær til sín góða gesti og kynnir okkur fyrir grænum og sjálfbærnifjárfestingum, en von er á frumvarpi um skattaívilnanir fyrir slíkar fjárfestingar, sem hluti af stöðugleikaaðgerðum ríkisstjórnarinnar.
Umhverfisverðlaun atvinnulífsins
Umhverfisverðlaun atvinnulífsins voru tilkynnt við hátíðlega athöfn á Umhverfisdegi atvinnulífsins í dag. Forseti Íslands, Guðni Th. Jóhannesson, tilkynnti verðlaunin. Umhverfisfyrirtæki ársins er Terra en framtak ársins á sviði umhverfismála eiga Netpartar.
SVÞ setja sér umhverfisstefnu
Stjórn SVÞ samþykkti á fundi sínum þann 8. október sl. umhverfisstefnu fyrir samtökin. Umhverfisstefnan tekur bæði til innra starfs samtakanna en markmið hennar er ekki síður að vera aðildarfyrirtækjum og atvinnulífinu öllu góð fyrirmynd í umhverfismálum og sjálfbærni.
Umhverfisdagurinn í beinni útsendingu!
Horfðu hér á Umhverfisdag atvinnulífsins í beinni á netinu!
Tækifæri fyrir íslensk verslunar- og þjónustufyrirtæki til að bæta sig
Sem hluti af undirbúningi fyrir yfirstandandi herferð atvinnulífs og stjórnvalda undir yfirskriftinni Láttu það ganga var gerð könnun á viðhorfi íslensks almennings til íslenskrar verslunar og þjónustu. Farið verður yfir niðurstöður rannsóknarinnar og þann lærdóm sem draga má af henni.
Aðalfundur stafræna hópsins þann 27. október
Aðalfundur hópsins Stafræn viðskipti á Íslandi, innan SVÞ, verður haldinn þriðjudaginn 27. október nk. kl. 8:30-10:30. Þátttökurétt hafa allir þeir sem starfa innan aðildarfyrirtækja SVÞ – Samtaka verslunar og þjónustu. Skrifstofa SVÞ, fyrir hönd formanns hópsins, Braga Þórs Antoníussonar, boðar hér með til fundarins.
SAMAN ERUM VIÐ STERKARI!
Með aðild hefurðu áhrif sem hluti af sterkum hópi íslenskra fyrirtækja í verslun og þjónustu!







