Rannsóknarsetur verslunarinnar (RSV) birtir í dag árlega samantekt á kortaveltu á Íslandi fyrir árið 2021.

Heildar greiðslukortavelta á Íslandi nam rúmum 1040 milljörðum kr. árið 2021 og jókst um 12,6% á milli ára að raunvirði. Kortavelta Íslendinga hérlendis nam rúmum 918,7 milljörðum kr. og jókst um 7,6% á milli ára að raunvirði. Kortavelta erlendra ferðamanna hérlendis nam tæpum 121,4 milljörðum kr. og jókst um rúm 75% á milli ára að raunvirði.

Nánar má lesa um kortaveltu á Íslandi árið 2021 í árlegri samantekt RSV hér.

Nokkrir punktar frá skýrslu RSV:

  • Heildar greiðslukortavelta* nam rúmun 1040 milljörðum kr. árið 2021 og jókst um 12,6% á milli ára að raunvirði
  • Kortavelta Íslendinga hérlendis nam rúmum 918,7 milljörðum kr. árið 2021 og jókst um 7,6% á milli ára að raunvirði
  • Innlend kortavelta í verslun nam tæpum 528 milljörðum kr. árið 2021 og jókst um 5,5% að raunvirði á milli ára
  • Innlend kortavelta í verslun á netinu nam tæpum 37,5 milljörðum kr. árið 2021 og jókst um 13% á milli ára að raunvirði
  • Innlend kortavelta í verslun á netinu hefur aukist um 238% að raunvirði ef horft er til ársins 2018
  • Innlend kortavelta í þjónustu nam rúmum 391 milljarði kr. árið 2021 og jókst um 10,5% á milli ára að raunvirði
  • Velta innlendra greiðslukorta í verslunum og þjónustu erlendis nam rúmlega 158 milljörðum kr. árið 2021 og jókst um 41% að raunvirði frá fyrra ári
  • Kortavelta erlendra ferðamanna hérlendis nam tæpum 121,4 milljörðum kr. árið 2021 og jókst um rúm 75% á milli ára að raunvirði
  • Hlutfall erlendrar kortaveltu af heildarkortaveltu á Íslandi árið 2021 var 13,2% en sama hlutfall var um 30-34% árin fyrir heimsfaraldur
  • Ferðamenn frá Bandaríkjunum voru ábyrgir fyrir rúmlega 40% af allri erlendri kortaveltu hérlendis árið 2021

SMELLIÐ HÉR TIL AÐ SKOÐA SKÝRSLU RSV.