Frá Rannsóknasetri verslunarinnar.

Heildar greiðslukortavelta hérlendis í mars sl. nam rúmum 108 milljörðum kr. og jókst um 20,8% á milli ára miðað við breytilegt verðlag.

Heildar kortavelta innlendra greiðslukorta hérlendis nam rúmum 86 milljörðum kr. og jókst um tæp 14% á milli ára miðað við breytilegt verðlag.

Innlend kortavelta í verslun nam rúmum 45,6 milljörðum kr. í mars sl. og jókst um rúm 13,7% á milli ára miðað við breytilegt verðlag. Framlag stórmarkaða og dagvöruverslana til ársbreytingarinnar er stærst, tæp 9,7%. Meðfylgjandi mynd sýnir ársbreytingu kortaveltu innlendra korta í verslun innanlands og framlag tegunda verslana til breytingarinnar.

SJÁ NÁNARI UPPLÝSINGAR INNÁ VEF RSV HÉR!