Rafræn kosning í stjórn SVÞ 2025 stendur nú yfir og lýkur á hádegi þann 11. mars nk. Félagsaðilar munu fá senda tilkynningu við upphaf kosningar en í henni munu m.a. koma fram upplýsingar um hvernig atkvæði verða greidd.

Eitt framboð barst til formanns og er því sjálfkjörið til formanns.

Hver félagsaðili fer með atkvæði í hlutfalli við greidd félagsgjöld ársins 2024. Hverjum heilum 1.000 krónum greiddra félagsgjalda fylgir eitt atkvæði. Tekið skal fram að enn er hægt að öðlast atkvæðisrétt með greiðslu vangoldinna félagsgjalda ársins 2024.

Í framboði til stjórnar SVÞ 2025-2027 eru:

 

  • Facebook
  • Twitter
  • Gmail
  • LinkedIn

Ásta Benónýsdóttir, sviðstjóri þjónustu Sólar ehf., 

Ásta hefur starfað sem sviðsstjóri þjónustu hjá Sólar ehf. síðan byrjun árs 2024, en Sólar er eitt af stærstu ræstingarfyrirtækjum landsins. Fyrirtækið hefur tekist á við mikinn vöxt undanfarin ár og hefur verið leiðandi á markaði þegar kemur að umhverfisvernd, auk þess að hafa 11 ár í röð verið í hópi Framúrskarandi fyrirtækja.

Ásta hefur umfangsmikla reynslu af þjónustustörfum og þjónustustjórnun en frá unga aldri hefur hún starfað í störfum tengdum þjónustu. Sem sviðsstjóri hjá Sólar stýrir Ásta í dag einu stærsta þjónustusviði landsins með yfir 400 starfsmenn. Þar áður starfaði Ásta í 17.ár hjá Icelandair, þaðan sem hún hefur fjölbreytta reynslu. Um árabil stýrði hún þar fjölmörgum þjónustueiningum og sérfræðiteymum og tók þátt í að leiða flugfélagið í gegnum mikilvægar breytingar.

Ásta er með BSc gráðu í viðskiptafræði frá Háskólanum á Akureyri.

„Ásta hefur verið mikill happafengur fyrir Sólar og reynsla hennar við stjórnun og stefnumótun í þjónustu nýst okkur gríðarlega vel. Ráðist hefur verið í mörg umbótaverkefni á liðnu ári sem Ásta hefur stýrt af mikilli festu. Einnig eru mörg verkefni fram undan í áframhaldandi þróun á þjónustustefnu sem Ásta mun leiða“ segir Einar Hannesson, framkvæmdastjóri Sólar.”

“Allt frá stofnun Sólar hafa þau gildi verið í forgrunni að veita framúrskarandi þjónustu, hlúa vel að starfsfólki, byggja upp góðan starfsanda og koma fram við viðskiptavini og samstarfsfólk af virðingu. Þetta eru gildi sem að ég samsvara mig vel við og hef mikinn áhuga á að miðla áfram innan SVÞ. Því hef ég ákveðið að gefa kost á mér í stjórn SVÞ til næstu tveggja ára og er ég þess fullviss um að styrkleikar mínir og reynsla muni koma að góðum notum þar.“ ~ Ásta Benónýsdóttir.

_____________________________________________________

  • Facebook
  • Twitter
  • Gmail
  • LinkedIn
Dagbjört Erla Einarsdóttir, framkvæmdastjóri innri rekstrar (COO), Heimar hf. 

Dagbjört hefur starfað hjá Heimum frá árinu 2016, fyrst sem yfirlögfræðingur en síðar sem framkvæmdastjóri innri rekstrar (COO). Heimar er skráð í Kauphöll og er eitt af stærstu fasteignafélögum landsins og er leiðandi á sínu sviði og leggur mikla áherslu a sjálfbærni í rekstri fasteigna.  

Áður fyrr starfaði Dagbjört sem lögmaður, bæði hjá Landsbankanum og hjá Juris slf. Hún situr í stjórnum fjölda félaga og hefur í gegnum árin setið í fjöldamörgum stjórnum ásamt því að hafa lokið námi sem viðurkenndur stjórnarmaður.  

 

„Í mínu starfi með þeim yfir fimm hundruð fyrirtækjum sem við vinnum með hjá Heimum sé ég mikið af áskorunum sem fylgja óskilvirku regluverki og lagaumhverfi, kjarasamningum sem endurspegla ekki nútímann og vaxandi óraunhæfum kröfum til fyrirtækja. Allt þetta leiðir til mikils kostnaðar og það þarf öfluga hagsmunagæslu fyrir fyrirtæki í samtökunum. Ég væri ný rödd í stjórnina, ég þekki vel til regluverks og er ein af þeim sem brenn fyrir smáatriðum, sem geta orðið kostnaðarsöm ef enginn er á vaktinni til að ýta á móti.“ ~ Dagbjört Erla Einarsdóttir

_____________________________________________________

  • Facebook
  • Twitter
  • Gmail
  • LinkedIn
Dagný Jónsdóttir, framkvæmdastjóri Orkuhúsins

Dagný hefur verið framkvæmdastjóri Orkuhússins frá árinu 2017 og ber ábyrgð á rekstri Læknastöðvarinnar sem og samstarfsverkefnum Orkuhússins. Starfsemin hefur vaxið um nær helming, enda ákall um að sjálfstætt starfandi heilbrigðisfyrirtæki leysi með hagkvæmari hætti en hið opinbera þá miklu þörf fyrir bætta heilbrigðisþjónustu sem við stöndum frammi fyrir með öldrun þjóðar og meiri virkni.

Þar á undan starfaði Dagný í 14 ár í ýmsum störfum á vegum hins opinbera m.a. sem forstjóri Umferðarstofu og framkvæmdastjóri rekstrarsviðs Samgöngustofu. Þekking og áhugi á samgöngumálum og framþróun í þeim geira er enn til staðar, sér í lagi málum bílgreina. Dagný hefur setið í ýmsum stjórnum og ráðum og var t.d. í stjórn samninganefndar ríkisins í 4 ár og öðlaðist þannig mikla reynslu og þekkingu af kjarasamningagerð. Einnig hefur hún stýrt samnorrænu verkefni ökutækjaskráninga við rafræna lausn sem notuð eru á öllum norðurlöndunum. Hjá Umferðarstofu innleiddum við líka fyrsta og eina árangurstengda launakerfið sem verið hefur hjá ríkinu.

Dagný tók árið 2020 við formennsku í stjórn Samtaka heilbrigðisfyrirtækja sem er sérgreinafélag innan SVÞ, en þar gætum við hagsmuna sjálfstætt starfandi heilbrigðisfyrirtækja á Íslandi, tryggjum góða samvinnu við hið opinbera og styðjum framþróun heilbrigðismála á Íslandi.

Dagný er með MS. gráðu í forystu og stjórnun frá Háskólanum á Bifröst og B.Sc. gráðu í viðskiptafræði frá Háskólanum í Reykjavík.

„Við þurfum að tryggja betra aðgengi að heilbrigðisþjónustu á Íslandi og verður það einungis gert með samspili ríkis og sjálfstætt starfandi heilbrigðisfyrirtækja. Við höfum sýnt fram á að geta sinnt þeirri heilbrigðisþjónustu með hagkvæmari hætti en ríkið og við þurfum áfram að vinna að framþróun heilbrigðiskerfisins með því að styðja við tækninýjungar og sýna hinu opinbera faglegt aðhald. Almennt hef ég hef brennandi áhuga á breytingastjórnun, búta niður erfið verkefni og byggja aftur upp. Það eru margar áskoranir sem þarf að takast á við bæði í heilbrigðis- og samgöngumálum, en góð samskipti eru eitt af lykilatriðum þess að ná árangri. Þess vegna býð ég mig fram til setu í stjórn SVÞ árið 2025.“  ~ Dagný Jónsdóttir.

_____________________________________________________

  • Facebook
  • Twitter
  • Gmail
  • LinkedIn
Harpa Magnúsdóttir, framkvæmdastjóri og stofnandi Hoobla 

Harpa er framkvæmdastjóri og stofnandi Hoobla ehf., sem hjálpar fyrirtækjum af öllum stærðum og gerðum að fá reynda sérfræðinga, stjórnendur og ráðgjafa í tímabundin verkefni og hlutastörf.

Með Hoobla fæst aukinn sveigjanleiki, viðbragðshraði og hagræðing, þar sem fyrirtæki geta skalað starfsemi sína upp og niður eftir þörfum og minnkað fastan kostnað.
Í dag hafa vinnustaðir aðgang að yfir 600 sérfræðingum sem eru í samstarfi við Hoobla.
Harpa hefur mikla þekkingu á störfum og starfsumhverfi sjálfstætt starfandi sérfræðinga, stjórnenda og ráðgjafa.

Áður en Harpa stofnaði Hoobla starfaði hún í 15 ár hjá ORF Líftækni hf. og Bioeffect ehf. á sviði fjármála og mannauðsmála og var mannauðsstjóri félaganna er hún stofnaði Hoobla árið 2021. Hún situr í fulltrúaráði SA.

„Til að tryggja samkeppnishæfni íslenskra fyrirtækja í krefjandi rekstrarumhverfi og þeim hröðu breytingum sem eiga sér stað í alþjóðlegu atvinnulífi þarf að stuðla að sveigjanleika, viðbragðshraða og aðlögunarhæfni fyrirtækja.
Samtök verslunar og þjónustu eru afar mikilvægur hagsmunaaðili og þrýstiafl sem stuðlar að hvetjandi og sanngjörnu rekstrarumhverfi og gætir hagsmuna fyrirtækja af öllum stærðum.
Ég hef setið í fulltrúaráði SA síðasta árið og býð mig fram að nýju ásamt því sem ég gef kost á mér í stjórn SVÞ. Ég tel að reynsla mín og þekking komi að góðum notum í stjórninni til að efla samkeppnishæfni íslenskra fyrirtækja.“  ~Harpa Magnúsdóttir.

_____________________________________________________

  • Facebook
  • Twitter
  • Gmail
  • LinkedIn
Jónas Kári Eiríksson, framkvæmdastjóri vörustýringar Askja bílaumboð og stjórnarmaður BGS 

Jónas Kári Eiríksson hefur gegnt stöðu framkvæmdastjóra vörustýringar hjá Bílaumboðinu Öskju frá árinu 2022 og situr jafnframt í stjórn Bílgreinasambandsins frá árinu 2024. Hann hefur þó verið virkur í starfi sambandsins um nokkurt skeið, sérstaklega þegar kemur að lagabreytingum og þróun regluverks sem snertir bílgreinina síðustu ár. Hann hefur víðtæka þekkingu á áskorunum fyrirtækja í verslun og þjónustu. Jónas er viðskiptafræðingur frá Háskólanum í Reykjavík.

„Auknar reglur og íþyngjandi kvaðir bitna mikið á atvinnulífinu og þá sérstaklega á minni atvinnurekendum og draga úr sveigjanleika í rekstri. Ég tel mikilvægt að SVÞ hafi skýra rödd í umræðunni við stjórnvöld og leggi áherslu á lausnir sem gagnast bæði atvinnulífinu og samfélaginu í heild. Með skýrri framtíðarsýn og markvissri nýtingu tækni er hægt að gera ferla einfaldari og hraðari án þess að fórna gæðum.“  ~ Jónas Kári Eiriksson

 

 

_____________________________________________________

 

  • Facebook
  • Twitter
  • Gmail
  • LinkedIn

Kristín Lára Helgadóttir, yfirlögfræðingur Veritas  

Kristín Lára Helgadóttir er yfirlögfræðingur Veritas samstæðunnar, sem samanstendur af dótturfélögunum Vistor, MEDOR, Artasan, Stoð og Distica.  Áður starfaði Kristín Lára við að semja frumvörp og reglugerðardrög á sviði heilbrigðismála í Stjórnarráðinu, ásamt því að innleiða ESB regluverk inn í íslenska löggjöf. Kristín Lára hóf sinn starfsferil sem yfirlögfræðingur alþjóðlegs tryggingarfélags, European Risk Insurance Company, í Reykjavík og London. 

Kristín Lára er með BA og mastersgráðu í lögfræði frá Háskóla Íslands. 

Kristín Lára hefur starfað náið með SVÞ, fyrst sem lögfræðingur Stjórnarráðsins og síðar í gegnum Veritas og þekkir því vel það öfluga starf sem SVÞ sinnir. Kristín Lára leggur áherslu á að ekki séu lagðar óþarflega þungar og ómarkvissar laga- og reglugerðarkröfur á fyrirtæki auk þess sem mikilvægt er að fylgjast markvisst með að stjórnvöld gullhúði ekki innleidda löggjöf frá Evrópusambandinu. Þá telur hún nauðsynlegt að vera vel vakandi fyrir þeim krefjandi skilyrðum sem breytt heimsmynd hefur í för með sér fyrir íslensk fyrirtæki og að tryggja samkeppnishæfni íslenskra fyrirtækja í síbreytilegu alþjóðlegu rekstrarumhverfi, meðal annars í tengslum við þróun skatta- og tollamála sem og vegna nýrra krafna í umhverfis- og loftslagsmálum. 

Ég tel að sérfræðiþekking mín á sviði Evrópuréttar, sem og þekking mín og starfsreynsla bæði á hinum almenna markaði sem og hjá hinu opinbera muni nýtast vel félögum innan SVÞ við það að  sýna stjórnvöldum mikið aðhald þegar kemur að því regluverki sem íslensk fyrirtæki búa við.  ~Kristín Lára Helgadóttir.

_____________________________________________________

 

  • Facebook
  • Twitter
  • Gmail
  • LinkedIn
Sólveig R. Gunnarsdóttir, sjálfstæður fjármálaráðgjafi og eigandi Sólveig Ehf., og Eventum Travel

Með yfir 15 ára reynslu í fjármálum og fyrirtækjarekstri, þar sem hún hefur sérhæft sig í fjármögnun, fjárfestingum og stefnumótun, stefnir hún á að leggja sitt af mörkum til að efla samkeppnishæfni íslenskrar verslunar og þjónustu. 

Sólveig hefur undanfarin fimm ár rekið sitt eigið ráðgjafarfyrirtæki, þar sem hún hefur starfað með fjölbreyttum fyrirtækjum á borð við Klaka Tech, Ölgerðina, Terra Einingar, Samkaup, GeoSilica, Stígamót, Íslandshótel og Eventum Travel. Hún leggur sérstaka áherslu á mikilvægi þess að minni fyrirtæki eigi sterka rödd innan samtakanna, þar sem þau eru burðarás atvinnulífsins. 

Hún hefur einnig víðtæka reynslu af fjárfestingum í íslenskum fyrirtækjum í gegnum framtakssjóði Landsbréfa, þar sem hún hafði umsjón með eignahlutum í fyrirtækjum á borð við Ölgerðina, Bláa Lónið, Hertz, Hópbíla og 10-11. 

Auk þess hefur Sólveig starfað sem stundakennari við Háskóla Íslands í iðnaðarverkfræði, með áherslu á vörustjórnun og umhverfismál. Þar hefur hún fjallað um lykilatriði í sjálfbærni, kolefnisfótspor og umhverfisvottanir – málefni sem hún telur skipta verulegu máli fyrir íslenska verslun og þjónustu. 

Í framboði sínu leggur hún áherslu á hvernig tæknibreytingar og gervigreind geta skapað ný tækifæri fyrir félagsmenn SVÞ. Hún telur brýnt að styðja fyrirtæki í að nýta sér tæknilausnir til að greina kauphegðun, bæta vöruúrval, verðlagningu og sérsníða markaðssetningu til að auka rekstrarhagkvæmni. 

Sólveig er með iðnaðarverkfræði (B.Sc.) frá Háskóla Íslands og MBA frá Hult International Business School. Hún er einnig löggiltur verðbréfamiðlari og hefur lokið stjórnendanámskeiði í ábyrgð og árangri stjórnarmanna frá Opna háskólanum í Reykjavík. Hún hefur áður setið í stjórnum fyrirtækja, þar á meðal sem varamaður í stjórn Ölgerðarinnar í gegnum Landsbréf, auk stjórnarsetu í KEA Hótelum og FKA Framtíð. 

„Ég vil leggja mitt af mörkum til að efla samkeppnishæfni íslenskrar verslunar og þjónustu með aukinni tæknivæðingu, gervigreind, sjálfbærni og alþjóðlegum samningum,“ ~ Sólveig R. Gunnarsdóttir.

 

_____________________________________________________

Þóranna K. Jónsdóttir, ráðgjafi og verkefnastjóri
  • Facebook
  • Twitter
  • Gmail
  • LinkedIn

Þóranna K. Jónsdóttir, ráðgjafi og verkefnastjóri (Atmos) –

Þóranna hefur víðtæka reynslu úr íslensku atvinnulífi og hefur unnið með fyrirtækjum af öllum stærðum – frá litlum og meðalstórum fyrirtækjum til stórfyrirtækja og nýsköpunarverkefna. Þessi breiða reynsla veitir henni einstakan skilning á rekstraraðstæðum og hagsmunum margvíslegra fyrirtækja.

Hún var fyrsti markaðs- og kynningarstjóri SVÞ og efldi sýnileika samtakanna. Hún var einnig verkefnastjóri stafrænna mála, leiddi stafrænan hæfniklasa og gegndi lykilhlutverki við að koma á samstarfi við VR og HR. Þóranna hefur mikla þekkingu á stafrænni þróun og tækni og stundar nú nám hjá NextMBA í gervigreind fyrir fyrirtæki.

Þóranna hefur starfað í yfir 15 ár í nýsköpun, m.a. sem mentor fjölda fyrirtækja. Hún var jafnframt annar verkefnastjóra Litla Íslands, stuðningsverkefnis SA, SVÞ, SAF og SI fyrir minni fyrirtæki. Þessi reynsla veitir henni dýrmæta innsýn í hvernig hægt er að styðja þau betur.

Nánari upplýsingar um starfsferil má sjá á LinkedIn.

„Það er mikilvægt að í stjórn SVÞ sé sterkur fulltrúi lítilla og meðalstórra fyrirtækja. Þau standa frammi fyrir annars konar áskorunum en stærri fyrirtæki og þurfa sértækar lausnir s.s. í stafrænni umbreytingu, markaðsstarfi og síbreytilegu samkeppnisumhverfi. Þegar minni fyrirtæki dafna, verður atvinnulífið í heild sinni öflugra, sem skapar fleiri tækifæri fyrir öll aðildarfyrirtæki SVÞ. 

Það eru fjölmargar leiðir til að styrkja ímynd SVÞ og tryggja að samtökin tali með skýrari og sameinaðri röddu, sem eykur áhrif þeirra í umræðu og ákvarðanatöku. Sem markaðs- og kynningarstjóri SVÞ og verkefnastjóri stafrænna mála vann ég að því að efla samtökin og grípa þau tækifæri sem ég sá. Í dag eru þau jafnvel fleiri og ég vil leggja mitt af mörkum til að nýta þau til fulls fyrir fyrirtækin innan SVÞ. Með skýrri stefnu og markvissum aðgerðum getum við styrkt stöðu samtakanna og haft enn meiri áhrif fyrir aðildarfyrirtæki þeirra.” ~ Þóranna K. Jónsdóttir.

 

 

_______________________

Framboð til formanns SVÞ – Samtaka verslunar og þjónustu.

 

  • Facebook
  • Twitter
  • Gmail
  • LinkedIn

Auður Daníelsdóttir, forstjóri Orkunnar IS 

Auður hóf störf sem forstjóri Orkunnar sumarið 2022 en þar áður starfaði hún sem framkvæmdastjóri innan Sjóvár í tæp 20 ár, þar á meðal sölu og ráðgjafar í 5 ár, tjónasviðs í 10 ár og mannauðs- og rekstrarmála þar áður. Auður er stjórnarformaður VÍS og situr auk þess í stjórn Atlögu, Viðskiptaráðs og Íslenska vetnisfélagsins Blæs. Hún er viðskiptafræðingur frá HÍ, lauk auk þess námi í mannauðsstjórnun og AMP stjórnendanámi við IESE skólann í Barcelona. 

 

“Hraðinn í samfélaginu kallar á stöðugar umbætur ásamt stafrænum og vel nýttum tæknilausnum sem stuðla að enn meiri framleiðni. Með aukinni þjálfun og menntun starfsmanna, góðum gögnum og upplýsingaflæði eykst starfsánægjan og þar með ánægja viðskiptavina sem skapar betri rekstur. Orkuskiptin eru stór og spennandi þáttur í okkar samfélagi sem er mikilvægt fyrir fyrirtæki og einstaklinga að huga að. Íslensk stjórnvöld hafa sett fram stefnu um að Ísland verði kolefnishlutlaust árið 2040. Metnaðarfullt markmið sem krefst þátttöku og samstillingar margra aðila. 

Innan SVÞ eru ólík fyrirtæki sem öll standa frammi fyrir svipuðum áskorunum. Að geta leitað í öflugan bakhjarl er mikils virði í okkar öra umhverfi og það er okkar allra að virkja samtakamáttinn. Stuðlum að faglegri umræðu um auknar og breyttar kröfur og sköpum svigrúm fyrir vel upplýst samtal því saman erum við sterkari.”  ~ Auður Daníelsdóttir.