Andrés Magnússon, framkvæmdastjóri SVÞ, var í viðtali hjá Reykjavík síðdegis á Bylgjunni 2. janúar sl. þar sem hann ræddi jólaverslunina og talningar en fyrst og fremst um þjófnað í verslunum. Þjófnaður í verslunum er skipulögð glæpastarfsemi og erlend glæpagengi koma gagngert til landsins til að stunda þessa iðju. SVÞ hefur verið í stöðugu sambandi við lögregluyfirvöld vegna þessara mála en réttarvörslukerfið er einfaldlega ekki tæknilega nógu vel búið til að bregðast við þessum vanda. SVÞ hefur nýlega átt fund með dómsmálaráðherra og mun halda áfram að þrýsta á yfirvöld að tryggja að réttarvörslukerfið hafi þann tæknibúnað og annað sem til þarf til að taka á þessum málum. Ljóst er að tjón og kostnaður vegna þjófnaðar og öryggismála veltur á milljörðum á ársgrundvelli sem óhjákvæmilega hefur áhrif á rekstur verslana og þar með verðlag.

Verið er að skipuleggja félagsfund með lögreglu um málið. Við hvetjum SVÞ félaga til að fylgjast vel með viðburðadagatalinu, tölvupóstinum og á samfélagsmiðlunum: Facebook, Twitter, LinkedIn.

SMELLTU HÉR TIL AÐ HLUSTA Á VIÐTALIÐ