Lokaútkall til félagsfólks SVÞ – Samtaka verslunar og þjónustu.
Nú leitum við að þér – já, þér!
Við leitum að:
- Formanni SVÞ.
- Þremur meðstjórnendum í stjórn SVÞ.
- Fulltrúum aðildarfyrirtækja SVÞ í fulltrúaráð Samtaka atvinnulífsins (SA).
Við hvetjum þig til að bjóða þig fram eða senda inn tilnefningu fyrir lok miðvikudagsins 19. febrúar nk. en framboðsfrestur samkvæmt samþykktum rennur út þremur vikum fyrir upphaf aðalfundar.“
Aðalfundur SVÞ verður haldinn 13. mars 2025.
Hvers vegna þú?
Við vitum að fjölbreytt sýn leiðir til sterkari forystu. Það skiptir máli að fólk úr ólíkum kynjum, aldri, bakgrunni og atvinnugreinum taki þátt og leggi sitt af mörkum. Með setu í stjórn eða fulltrúaráði gefst þér einstakt tækifæri til að hafa áhrif á mótun rekstrarumhverfis fyrirtækja í verslun og þjónustu á Íslandi.
Það hefur sjaldan verið mikilvægara að leggja sitt af mörkum.
Hvað þarftu að gera?
Ef þú ert tilbúin/n til að taka þátt, sendu framboð eða tilnefningu á kosning@svth.is eða í pósti merkt „Kjörnefnd SVÞ“ á:
SVÞ – Samtök verslunar og þjónustu, Borgartún 35, 105 Reykjavík.
Taktu skrefið – þú getur verið hluti af breytingunum sem skipta máli!
Kjörnefnd SVÞ
Samtök verslunar og þjónustu