Vinnutímastytting samkvæmt kjarasamningum SA við VR og LÍV kemur til framkvæmda 1. janúar næstkomandi og er gert ráð fyrir að samkomulag verði gert á vinnustöðum um fyrirkomulag styttingar fyrir 1. desember.
Kynningarefni Samtaka atvinnulífsins er aðgengilegt á vinnumarkaðsvef SA.
Ýmsir valkostir eru við innleiðingu vinnutímastyttingar og mjög mikilvægt fyrir atvinnurekendur og launafólk að vel takist til.
Samtök atvinnulífsins bjóða því stjórnendum aðildarfyrirtækja upp á námskeið/málstofur þar sem farið verður yfir góða framkvæmd vinnutímastyttingar. SA munu leita til valinna fyrirtækja um að kynna hugmyndir/áform um framkvæmdina og góður tími verður fyrir umræður.
Fjórða málstofan verður 4. nóvember kl. 10.30-12.00 og sú fimmta 8. nóvember. Fleirum verður bætt við ef þörf krefur. Athugið að sama efnið er til umfjöllunar á hverri málstofu.
Málstofan fer fram í Húsi atvinnulífsins, Borgartúni 35, í salnum Hyl á 1. hæð. Allt að 50 geta tekið þátt í hvert sinn.
SMELLTU HÉR TIL AÐ SKRÁ ÞIG Á MÁLSTOFUNA 4. NÓVEMBER KL. 10:30-12:00
SMELLTU HÉR TIL AÐ SKRÁ ÞIG Á MÁLSTOFUNA 8. NÓVEMBER KL. 10:30-12:00