Morgunverðarfundur í fundarröðinni Menntun og mannauður, verður haldinn þriðjudaginn 15. mars kl. 8:30 – 9:30 í Húsi atvinnulífsins, Borgartúni 35, 1. hæð. Efni fundar er fræðsla erlendra starfsmanna.
Dagskrá:
Erlendir starfsmenn – áskoranir og tækifæri.
Sigríður Harðardóttir, mannauðsstjóri – Strætó
Að skilja íslensku rýfur einangrun
Guðmundur Oddgeirsson, framkvæmdastjóri – Hýsing, Vöruhótel
Vilt þú að ég læri íslensku ?
Selma Kristjánsdóttir M.ed, sérfræðingur VR og SVS
Kaffi, te og með því frá kl. 8.15.
Skráning hefst þegar nær dregur.