Andrés Magnússon, framkvæmdastjóri SVÞ – Samtaka verslunar og þjónustu, gefur innsýn inní strauma og stefnur í jólaverslun landsins þennan desembermánuð í viðtali við Mbl.is í dag.
Þar segir Andrés m.a.„Ef maður tekur mið af síðustu mælingu Rannsóknarsetursins [RSV] sem birtist fyrir viku þá lítur þetta bara alveg ágætlega út,“ og bætir við „Í stóru myndinni, 30.000 fetunum eins og maður segir stundum, er stóra breytingin sú að stærri og stærri hluti þessarar svokölluðu jólaverslunar fer fram í nóvember, þetta dreifist yfir mun lengri tíma en áður og ástæðan er, eins og allir vita, þessir stóru alþjóðlegu viðskiptadagar þar sem tilboðin eru mjög góð og fólk nýtir sér það í æ ríkari mæli,“
Sjá allt viðtalið inná frétt hjá MBL.is – HÉR –