Fréttablaðið Markaðurinn tekur saman í dag nýjustu tölur frá Netverslunarpúlsinum, mælaborði íslenskrar vefverslunar.

Samkvæmt Netverslunarpúlsinum versla 47 prósent þjóðarinnar á netinu á sjö daga tímabili. Hlutfallið er enn hærra þegar litið er til aldurshópsins 25 til 34 ára, eða 64 prósent, segir Trausti Heiðar Haraldsson, framkvæmdastjóri Prósents, í samtali við Fréttablaðið/Markaðinn.

Prósent heldur utan um Netverslunarpúlsinn í samstarfi við Rannsóknarsetur verslunarinnar og Samtök verslunar og þjónustu. 200 svörum frá fólki eldra en 18 ára er safnað í hverjum mánuði. Gagnasöfnunin hófst í mars og hefur yfir 1.900 svörum verið safnað. Mælingarnar byggja á sænskum og dönskum fyrirmyndum.

SMELLTU HÉR TIL AÐ LESA ALLA FRÉTTINA