Ný stjórn SVÞ kjörin á aðalfundi samtakanna 2025

Aðalfundur SVÞ – Samtaka verslunar og þjónustu var haldinn í morgun, fimmtudaginn 13. mars, á Parliament Hótel í Reykjavík .

Á fundinum var kosið um þrjú sæti meðstjórnenda auk formanns. Alls bárust átta framboð til meðstjórnenda. Eitt framboð barst til formanns og var formaður samtakanna sjálfkjörinn.

Réttkjörin í stjórn SVÞ til tveggja starfsára eru eftirtalin: Formaður, Auður Daníelsdóttir, Orkunni. Meðstjórnendur, Dagbjört Erla Einarsdóttir, Heimum, Jónas Kári Eiríksson, Öskju bifreiðaumboði, Kristín Lára Helgadóttir, Veritas.

Stjórn er þannig skipuð starfsárið 2025-2026:

Auður Daníelsdóttir, forstjóri Orkunnar, formaður SVÞ
Dagbjört Erla Einarsdóttir, meðstjórnandi, framkvæmdastjóri innri rekstrar og yfirlögfræðingur Heima
Edda Rut Björnsdóttir, meðstjórnandi, framkvæmdastjóri innanlandssviðs Eimskipafélags Íslands
Guðrún Aðalsteinsdóttir, meðstjórnandi, framkvæmdastjóri Krónunnar
Jónas Kári Eiríksson, meðstjórnandi, framkvæmdastjóri vörustýringar Öskju bifreiðaumboðs
Kristín Lára Helgadóttir, meðstjórnandi, yfirlögfræðingur Veritas
Pálmar Óli Magnússon, meðstjórnandi, framkvæmdastjóri Daga.

Nánari upplýsingar veitir:

Benedikt S. Benediktsson, framkvæmdastjóri SVÞ benedikt@svth.is

___________

SMELLIÐ HÉR TIL AÐ NÁLGAST ÁRSSKÝRSLU STJÓRNAR SVÞ 2024-2025

SMELLIÐ HÉR FYRIR ÚRSLIT STJÓRNARKOSNINGA 2025

SMELLIÐ HÉR FYRIR FULLTRÚARÁÐ SVÞ Í SA 2025