Ráð Evrópusambandsins hefur samþykkti nýja tilskipun sem á að stuðla að viðgerð bilaðra eða gallaðra vara, einnig þekkt sem rétturinn til viðgerðar, R2R-tilskipunin. Með henni er ætlunin að gera neytendum auðveldara um vik að óska viðgerða í stað þess að skipta út vörum, og viðgerðarþjónusta verður aðgengilegri, gegnsærri o.fl.
Tilskipunin er hluti af neytendaáætlun ESB og aðgerðaáætlun um hringrásarhagkerfi og er viðbót við löggjöf ESB sem er ætlað að stuðla að sjálfbærri neyslu.
Tilskipunin felur í sér kröfur um að söluaðilar (framleiðendur) verði að laga vörur sem er hægt að laga samkvæmt lögum ESB; stöðlun upplýsingagjafar um viðgerðarferli (tímarammar, verð o.s.frv.); stofnun evrópsks netvettvangs þar sem neytendur eiga að geta fundið viðgerðarþjónustu og framlengingu á ábyrgðartíma vara um 12 mánuði ef neytendur velja viðgerð í stað útskipta.
Tilskipunin er merkt EES-tæk og því má búast við því að innan tíðar hefjist upptökuferli hennar í EES-samninginn og í kjölfarið verði íslenskum lögum breytt til samræmis við ákvæði tilskipunarinnar.
Sjá nánar frétt HÉR!