Andrés Magnússon, framkvæmdastjóri SVÞ sagði hljóðið í kaupmönnum ljómandi gott þegar hann var spurður í fréttum RÚV í gærkvöldi. Hann sagði enga ástæðu til svartsýni í röðum kaupmanna. Aðspurður um helstu þætti sem hefðu áhrif á jólaverslun sagði Andrés „eins og staðan er hjá okkur í dag þá er nýbúið að gera kjarasamninga sem færir fólki aukinn kaupmátt, það er stöðugleiki framundan í þjóðfélaginu. Allar ytri ástæður eru þannig að það eru engar ástæður til að ætla annað en að jólaverslun fyrir þessi jól verði mjög öflug.“ Andrés segir verulega breytingu að verða á neyslumynstri og hegðun neytenda, bæði séu stórir alþjóðlegir verslunardagar afgerandi í verslun, Black Friday, Cyber Monday og fleiri dagar auk þess sem sífellt stærri hluti verslunar sé að færast á netið.
Flokkar
Nýlegt
- Staðan á bílamarkaðnum | Síðdegisútvarp RÚV 2
- Eru grænu skattarnir orðnir… gráir? Ábending frá SVÞ, SAF & SFS
- Verslun í Evrópu tekur hröðum breytingum – er það sama að gerast á Íslandi?
- Hver á sviðið á UPPBROT 2026? SVÞ opnar fyrir tilnefningar.
- Auglýst eftir umsóknum um tollkvóta fyrir landbúnaðarvörur og blóm fyrir árið 2026
Fylgstu með!
Besta leiðin til þess er að vera skráð(ur) á póstlistann!